flugfréttir

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

- Flugumferð á 15 flugvöllum í Noregi verður stýrt frá Bodø

20. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:45

Frá nýju flugumferðarstjórnstöðinni í Bodø sem er sú stærsta í heimi er kemur að fjarstýrði flugumferðarstjórnun

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Flugstjórnarmiðstöðin er staðsett í bænum Bodø og er flugumferð um tvo flugvelli stjórnað þaðan í dag en stefnt er á að flugumferð um 13 norska flugvelli verði stjórnað þaðan til viðbótar á næstunni með þessari tækni og bætast þeir flugvellir við til ársins 2022.

Þetta þýðir að þessi flugvellir verða ekki með mannaðan flugturn og er þess í stað útbúnir öflugu myndavélakerfi og skynjurum sem streyma myndbandsupptöku í beinni og gögnum til flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Bodø ásamt upplýsingum um veðurfar og ástand brautar.

Myndavélakerfið gefur 360° ásynd í mjög hárri upplausn sem býður upp á að hægt sé að greina smæstu hluti með mikilli skerpu sem augað nær ekki að greina úr fjarlægð.

Á þessu ári verður flugumferð og flugupplýsingar veittar til flugvallanna í Vardø, Hasvik og Berlevåg

Fyrir flugmenn þá verður engin breyting þar sem þeir munu hafa eðlileg samskipti á tíðninni líkt og flugumferðarstjóri eða radíómaður væri staðsettur á flugvellinum sjálfum.

„Fjarstýrð flugumferðarstjórnun er heillandi tækni sem þróuð hefur verið hér í Noregi. Með því að sameina hugvit og þekkingu frá Avinor og fyrirtækinu KONGSBERG þá eruð við stoltir af því að skrifa blað í sögu flugsins með þessari tækni“, segir Geir Håøy, framkvæmdarstjóri KONGSBERG Group.

Öflugt myndavélakerfi er staðsett á flugvöllunum sem gefur 360° ásýnd til flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Bodø

Það var í fyrra sem að norski flugherinn og Avinor hófu samstarf um prófanir með fjarstýrðri flugumferðarstjórnun fyrir herflug í Noregi og hófst fjartengd flugumferðarstjórnun fyrst á flugvellinum í Røst í október í fyrra.

Á þessu ári hafa og munu bætast við flugvellirnir í Vardø, Hasvik og Berlevåg og á næsta ári verður svo fjartengd flugumferðarstjórnun komið upp á flugvöllunum í Mehamn, Røros, Rørvik, Namsos, Svolvær og Sogndal. Árið 2022 bætast svo loks við flugvellirnir í Molde, Førde, Lakselv og Kirkenes.

Fram kemur að flugsamgöngur séu mjög nauðsynlegar í Noregi þar sem tveir af hverjum þremur Norðmönnum býr innan við eins klukkutíma aksturs frá næsta flugvelli. Þá segir að yfir 30.000 sjúkraflug eigi sér stað á ári í Noregi að meðaltali.

Myndband:  fréttir af handahófi

Boeing á að laga öll vandamál fyrst en ekki spá í nýrri þotu

23. febrúar 2021

|

Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, sem er ein stærsta flugvélaleiga heims, segir að Boeing eigi frekar að einblína á að ljúka við að lagfæra þau vandamál sem framleiðandinn er að glíma v

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

Nýjum flugklasa ætlað að efla flugtengdar greinar á Íslandi

15. mars 2021

|

Keilir hefur í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tekið að sér að leiða stofnun flugklasa á Íslandi en undirbúningsvinna er þegar hafin og er áætlað að halda stofnfund klasans á fyrri h

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00