flugfréttir

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

- Flugumferð á 15 flugvöllum í Noregi verður stýrt frá Bodø

20. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:45

Frá nýju flugumferðarstjórnstöðinni í Bodø sem er sú stærsta í heimi er kemur að fjarstýrði flugumferðarstjórnun

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Flugstjórnarmiðstöðin er staðsett í bænum Bodø og er flugumferð um tvo flugvelli stjórnað þaðan í dag en stefnt er á að flugumferð um 13 norska flugvelli verði stjórnað þaðan til viðbótar á næstunni með þessari tækni og bætast þeir flugvellir við til ársins 2022.

Þetta þýðir að þessi flugvellir verða ekki með mannaðan flugturn og er þess í stað útbúnir öflugu myndavélakerfi og skynjurum sem streyma myndbandsupptöku í beinni og gögnum til flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Bodø ásamt upplýsingum um veðurfar og ástand brautar.

Myndavélakerfið gefur 360° ásynd í mjög hárri upplausn sem býður upp á að hægt sé að greina smæstu hluti með mikilli skerpu sem augað nær ekki að greina úr fjarlægð.

Á þessu ári verður flugumferð og flugupplýsingar veittar til flugvallanna í Vardø, Hasvik og Berlevåg

Fyrir flugmenn þá verður engin breyting þar sem þeir munu hafa eðlileg samskipti á tíðninni líkt og flugumferðarstjóri eða radíómaður væri staðsettur á flugvellinum sjálfum.

„Fjarstýrð flugumferðarstjórnun er heillandi tækni sem þróuð hefur verið hér í Noregi. Með því að sameina hugvit og þekkingu frá Avinor og fyrirtækinu KONGSBERG þá eruð við stoltir af því að skrifa blað í sögu flugsins með þessari tækni“, segir Geir Håøy, framkvæmdarstjóri KONGSBERG Group.

Öflugt myndavélakerfi er staðsett á flugvöllunum sem gefur 360° ásýnd til flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Bodø

Það var í fyrra sem að norski flugherinn og Avinor hófu samstarf um prófanir með fjarstýrðri flugumferðarstjórnun fyrir herflug í Noregi og hófst fjartengd flugumferðarstjórnun fyrst á flugvellinum í Røst í október í fyrra.

Á þessu ári hafa og munu bætast við flugvellirnir í Vardø, Hasvik og Berlevåg og á næsta ári verður svo fjartengd flugumferðarstjórnun komið upp á flugvöllunum í Mehamn, Røros, Rørvik, Namsos, Svolvær og Sogndal. Árið 2022 bætast svo loks við flugvellirnir í Molde, Førde, Lakselv og Kirkenes.

Fram kemur að flugsamgöngur séu mjög nauðsynlegar í Noregi þar sem tveir af hverjum þremur Norðmönnum býr innan við eins klukkutíma aksturs frá næsta flugvelli. Þá segir að yfir 30.000 sjúkraflug eigi sér stað á ári í Noregi að meðaltali.

Myndband:  fréttir af handahófi

IATA: Flugiðnaðurinn ennþá að mestu leyti lamaður

2. september 2020

|

Þrátt fyrir að flugferðum hafi farið fjölgandi í sumar og eftirspurn eftir flugi hafi aukist í júlí í heiminum að einhverju leyti þá segja Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) að flugiðnaðurinn sé samt

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Framlengja frjálsari kröfum um notkun á lendingarplássum

15. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að framlengja léttari kröfum varðandi notkun á lendingar- og þjónustuplássum á átta flugvöllum í Bandaríkjunum til að gera flugfélögum áfram auðveldara fyrir að

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00