flugfréttir

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

- Fljúga allt að 70% af því sætaframboði sem var árið 2019

20. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:10

Boeing 757 farþegaþotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Fram kemur að Icelandair ætli sér að einblína á lykiláfangastaði og veita áfram mikilvæga tengingu yfir Atlantshafið. Leiðarkerfið verður einfaldað og verður sætaframboðið um 25 til 30% minna en var árið 2019 vegna áhrifa af COVID-19 heimsfaraldrinum sem þýðir að framboðið verður um 70 prósent af því sem var sumarið 2019.

Icelandair ætlar að bregðast skjótt næsta sumar við þeim breytingum sem geta átt sér stað á markaðnum og mögulega auka framboðið ef aðstæður leyfa en ómögulegt er að segja til um hvernig og með hvaða hætti lönd, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, munu afnema ferðatakmarkaðnir

Séð út um glugga á Boeing 757 þotu Icelandair

Flogið til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku

Þeir áfangastaðir sem flogið verður til í Evrópu eru Osló, Bergen, Kaupmannahöfn, Billund, Stokkhólmur, Helsinki, Amsterdam, París, Berlín, Hamborg, Frankfurt, Munchen, Genf, Zurich, Brussel, London, Glasgow, Manchester, Dublin, Madríd, Mílanó og þá bætist við leiðarkerfið Tenerife. Þá mun Icelandair einnig bjóða upp á reglulegt leiguflug til Alicante.

Til Norður-Ameríku verður flogið til Boston, New York, Seattle, Minneapolis, Washington, Denver, Chicago, Toronto, Vancouver og Montreal.

Icelandair ætlar að bjóða farþegum upp á mjög sveiganlega bókunarmöguleika og verður ekki rukkað neitt aukagjald til þess að breyta flugi og verða farþegar færðir yfir á annað flug eða bókaðir með samstarfsflugfélögum ef flugi er aflýst án aukakostnaðar.

Með þessu ætlar félagið að koma til móts við farþega á þessum tímum þar sem talið er að einhverja óvissu eigi eftir að gæta á næsta ári vegna heimsfaraldursins.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna COVID-19 faraldursins þá er nauðsynlegt að horfa til framtíðar og aðlagast aðstæðum fljótt um leið og ástandið lagast. Sumaráætlunin okkar fyrir árið 2021 endurseglar einmitt það“, segir Bogi Nils Bogason, framkvæmdarstjóri Icelandair.  fréttir af handahófi

United og American gætu þurft að segja upp 32.000 manns

1. október 2020

|

Bandarísku flugfélögin United Airlines og American Airlines munu að öllum líkindum segja upp 32.000 starfsmönnum á næstu dögum eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna láðist að endurnýja áframhaldandi op

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Dísel-útgáfa af Tecnam P2010 fær vottun frá EASA

25. október 2020

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið sérstaka vottun frá samgönguöryggisnefnd Evrópu (EASA) fyrir dísel-útgáfu af Tecnam P2010 flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kína fyrirskipar skoðun á hjólastelli á 737 Classic þotum

29. nóvember 2020

|

Flugmálayfirvöld í Kína hafa gefið frá sér tilmæli til þeirra kínverskra flugrekenda sem hafa Boeing 737 Classic þotur í flota sínum þar sem þeim er ráðlagt að framkvæma skoðun á hjólabúnaði eftir að

Þingmenn vilja stöðva útrás Wizz Air í Noregi

27. nóvember 2020

|

Nokkrir stjórnmálamenn á norska þinginu eru ekki sáttir við innréið ungverska lágfargjaldafélagsins á innanlandsmarkaðinn í Noregi en nokkrir þingmenn ætla að leita til samkeppnisyfirvalda til þess a

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00