flugfréttir

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

- Fljúga allt að 70% af því sætaframboði sem var árið 2019

20. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:10

Boeing 757 farþegaþotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Fram kemur að Icelandair ætli sér að einblína á lykiláfangastaði og veita áfram mikilvæga tengingu yfir Atlantshafið. Leiðarkerfið verður einfaldað og verður sætaframboðið um 25 til 30% minna en var árið 2019 vegna áhrifa af COVID-19 heimsfaraldrinum sem þýðir að framboðið verður um 70 prósent af því sem var sumarið 2019.

Icelandair ætlar að bregðast skjótt næsta sumar við þeim breytingum sem geta átt sér stað á markaðnum og mögulega auka framboðið ef aðstæður leyfa en ómögulegt er að segja til um hvernig og með hvaða hætti lönd, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, munu afnema ferðatakmarkaðnir

Séð út um glugga á Boeing 757 þotu Icelandair

Flogið til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku

Þeir áfangastaðir sem flogið verður til í Evrópu eru Osló, Bergen, Kaupmannahöfn, Billund, Stokkhólmur, Helsinki, Amsterdam, París, Berlín, Hamborg, Frankfurt, Munchen, Genf, Zurich, Brussel, London, Glasgow, Manchester, Dublin, Madríd, Mílanó og þá bætist við leiðarkerfið Tenerife. Þá mun Icelandair einnig bjóða upp á reglulegt leiguflug til Alicante.

Til Norður-Ameríku verður flogið til Boston, New York, Seattle, Minneapolis, Washington, Denver, Chicago, Toronto, Vancouver og Montreal.

Icelandair ætlar að bjóða farþegum upp á mjög sveiganlega bókunarmöguleika og verður ekki rukkað neitt aukagjald til þess að breyta flugi og verða farþegar færðir yfir á annað flug eða bókaðir með samstarfsflugfélögum ef flugi er aflýst án aukakostnaðar.

Með þessu ætlar félagið að koma til móts við farþega á þessum tímum þar sem talið er að einhverja óvissu eigi eftir að gæta á næsta ári vegna heimsfaraldursins.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna COVID-19 faraldursins þá er nauðsynlegt að horfa til framtíðar og aðlagast aðstæðum fljótt um leið og ástandið lagast. Sumaráætlunin okkar fyrir árið 2021 endurseglar einmitt það“, segir Bogi Nils Bogason, framkvæmdarstjóri Icelandair.  fréttir af handahófi

Farþegaþotu með 62 manns um borð saknað í Indónesíu

9. janúar 2021

|

Leit stendur yfir að farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-500 sem hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá borginni Jakarta í Indónesíu í morgun.

Framleiðsla Dash 8-400 flugvélanna í óvissu

12. janúar 2021

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn De Havilland Canada hefur tilkynnt að til standi að gera hlé á framleiðslu á farþegaflugvélum en í dag er Dash 8-400 eina flugvélategundin sem fyrirtækið framleiðir.

American byrjar að fljúga Boeing 737 MAX í þessari viku

30. nóvember 2020

|

American Airlines mun byrja að fljúga Boeing 737 MAX þotunum aftur á ný í fyrsta sinn í þessari viku og verður flugfélagið það fyrsta í heiminum til að fljúga þotunum eftir að þær voru kyrrsettar í

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00