flugfréttir

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:06

Airbus A330 breiðþotur Jet Airways

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Jet Airways lagði niður starfsemi sína tímabundið í apríl árið 2019 eftir að það var tekið til gjaldþrotaskipta en félagið var eina flugfélagið á Indlandi sem bauð upp á fulla þjónustu í millilandaflugi fyrir utan Air India.

Nefnd lánadrottna samþykkti með afgerandi meirihluta, eða með 99% atkvæða, tilboð frá hópi fjársterkra aðila sem hafa boðist til að kaupa Jet Airways en það er þó háð þeim skilyrðum að fjárfestarnir greiði lánadrottnum 16 milljarða af skuldum félagsins sem nemur aðeins 5% af heildarskuldunum en skuldir Jet Airways nema 285 milljörðum króna.

Ekki hafa verið gefnar upp neinar upplýsingar varðandi hvenær til stendur að koma rekstri Jet Airways aftur í gang en félagið hefur í sinni eigu níu flugvélar og samanstendur flotinn af fimm Boeing 777-300ER þotum, tveimur 737-800 þotum, einni Airbus A330 breiðþotu og einni Boeing 737-900 þotu.  fréttir af handahófi

Köttur uppgötvaðist læstur í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

8. febrúar 2021

|

Köttur uppgötvaðist í stjórnklefa á Boeing 737 þotu hjá ísraelska flugfélaginu El Al Israel Airlines á dögunum en þotan hafði verið kyrrsett frá því 24. janúar og má því áætla að kisi hafi dvalið í n

MC-21 flýgur fyrsta flugið með rússnesku PD-14 hreyflunum

15. desember 2020

|

Rússneska MC-21-300 farþegaþotan hefur flogið sitt fyrsta flug með rússnesku PD-14 hreyflunum sem framleiddir eru af hreyflaframleiðandanum Aviadvigatel.

Tvö dómsmál fyrir jól gætu haft áhrif á framtíð Norwegian

1. desember 2020

|

Desember gæti orðið örlagaríkur mánuður fyrir Norwegian þar sem framtíð félagsins gæti skýrst betur þar sem tvö aðskilin mál verða tekin fyrir dómstólum beggja megin Atlantshafsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00