flugfréttir

Bakslag í baráttunni fyrir tilvist flugvallarins í Santa Monica

- Hæstiréttur vísar frá kröfu um ógildingu á sáttmála FAA við borgina

21. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Flugvöllurinn í Santa Monica er einn stærsti einkaflugs- og einkaþotuflugvöllur Kaliforníu

Annað bakslag er komið upp í baráttu flugsamfélagsins í Santa Monica í Kaliforníu við borgaryfirvöld vegna framtíðar flugvallarins í bænum eftir að dómstóll í Washington vísaði frá máli sem hefði annars ógilt samkomulag sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gerðu við borgaráð Santa Monica um að flugvellinum yrði lokað þann 31. desember árið 2028.

FAA náði samkomulagi við borgarstjórn Santa Monica um að frá og með síðasta degi ársins 2028 hefði borgin engar skyldur lengur til flugvallarins og mætti borgin því taka yfir landsvæðið þar sem flugvöllurinn hefur verið staðsettur frá því árið 1923.

Einnig heimilaði FAA beiðni borgarstjórans um að stytta flugbraut vallarins úr 5.000 fetum niður í 3.500 og hófust framkvæmdir á styttingu brautarinnar árið 2017 en með því geta einkaþotur og stærri flugvélar ekki lengur lent á Santa Monica flugvellinum sem takmarkar starfsemi vallarins aðeins við litlar flugvélar og þá aðallega eins hreyfils flugvélar.

Flugvöllurinn, sem hét fyrst Clover Field og var nefndur í höfuðið á herforingjanum Greayer “Grubby” Clover, hefur verið mikið notaður af almannaflugi og viðskiptaflugi en eftir fyrri heimstyrjöldina var hann heimaflugvöllur Douglas flugvélaframleiðandans.

Samtökum viðskipta- og einkaþotuflugs í Bandaríkjunum (NBAA) hafa ásamt fleiri fyrirtækjum í flugrekstri á Santa Monica flugvellinum barist fyrir því að ógilda samkomulag FAA við borgina en tilraunir til þess að fara með málið lengra var hafnað af málsmeðferðarsjónarmiðum.

Fjölmargir einkaflugmenn eiga flugvélar á Santa Monica flugvellinum

Árið 2018 var ákveðið að freista þess að fara með málið til hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington í von um að hægt væri að framlengja lokun vallarins eða fella það samkomulag úr gildi en málinu hefur nú verið vísað frá þar þess að skortur sé á forsendum þess að hægt sé að reka málið með tilliti til laganna.

Alex Gertsen, yfirmaður yfir flugvallardeild NBAA, segir að niðurstaðan sé mikil vonbrigði en ítrekar að samtökin munu samt sem áður halda áfram að berjast fyrir framtíð Santa Monica flugvallarins og aðstoða og styðja við bakið á flugsamfélaginu og fyrirtækjunum sem starfa á flugvellinum.

Gertsen bendir á það mikilvæga hlutverk sem Santa Monica flugvöllurinn gegnir og segir að það sé mjög óábyrgt af borgarstjórninni ef tekin verður sú ákvörðun að loka flugvellinum.

Bæði NBAA og stjórn flugvallarins ætla að freista þess að fara með sitthvort málið fyrir hæstarétt Kaliforníu-ríkis á næstunni í von um að hægt verði að breyta því mynstri sem viðgengst er varðar pólitísk völd sem hafa neikvæð áhrif á rekstur flugvalla.

Gertsen bætir við að áfram verður hart barist fyrir því að flugvellir í landinu fái að standa óáreittir án þess að eiga hættu á því að framtíð þeirra sé í óvissu vegna afskipta af stjórnvöldum og ráðamönnum.  fréttir af handahófi

SAS fær sína fyrstu A321LR þotu

15. október 2020

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321LR þotu sem er langdræga útgáfan af Airbus A321neo.

Airbus fær pöntun í fjórar A320neo þotur

14. október 2020

|

Airbus tilkynnti í dag að flugvélaframleiðandinn hafi fengið staðfesta pöntun í fjórar Airbus A320neo þotur.

SAS stefnir á að fljúga til allra áfangastaða á ný í haust

31. ágúst 2020

|

SAS (Scandinavian Airlines) sér fram á aukna eftirspurn eftir flugsætum og ætlar flugfélagið skandinavíska að auka framboð sitt í flugi innan Evrópu, til Bandaríkjanna og til Asíu á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00