flugfréttir

Bakslag í baráttunni fyrir tilvist flugvallarins í Santa Monica

- Hæstiréttur vísar frá kröfu um ógildingu á sáttmála FAA við borgina

21. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Flugvöllurinn í Santa Monica er einn stærsti einkaflugs- og einkaþotuflugvöllur Kaliforníu

Annað bakslag er komið upp í baráttu flugsamfélagsins í Santa Monica í Kaliforníu við borgaryfirvöld vegna framtíðar flugvallarins í bænum eftir að dómstóll í Washington vísaði frá máli sem hefði annars ógilt samkomulag sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gerðu við borgaráð Santa Monica um að flugvellinum yrði lokað þann 31. desember árið 2028.

FAA náði samkomulagi við borgarstjórn Santa Monica um að frá og með síðasta degi ársins 2028 hefði borgin engar skyldur lengur til flugvallarins og mætti borgin því taka yfir landsvæðið þar sem flugvöllurinn hefur verið staðsettur frá því árið 1923.

Einnig heimilaði FAA beiðni borgarstjórans um að stytta flugbraut vallarins úr 5.000 fetum niður í 3.500 og hófust framkvæmdir á styttingu brautarinnar árið 2017 en með því geta einkaþotur og stærri flugvélar ekki lengur lent á Santa Monica flugvellinum sem takmarkar starfsemi vallarins aðeins við litlar flugvélar og þá aðallega eins hreyfils flugvélar.

Flugvöllurinn, sem hét fyrst Clover Field og var nefndur í höfuðið á herforingjanum Greayer “Grubby” Clover, hefur verið mikið notaður af almannaflugi og viðskiptaflugi en eftir fyrri heimstyrjöldina var hann heimaflugvöllur Douglas flugvélaframleiðandans.

Samtökum viðskipta- og einkaþotuflugs í Bandaríkjunum (NBAA) hafa ásamt fleiri fyrirtækjum í flugrekstri á Santa Monica flugvellinum barist fyrir því að ógilda samkomulag FAA við borgina en tilraunir til þess að fara með málið lengra var hafnað af málsmeðferðarsjónarmiðum.

Fjölmargir einkaflugmenn eiga flugvélar á Santa Monica flugvellinum

Árið 2018 var ákveðið að freista þess að fara með málið til hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington í von um að hægt væri að framlengja lokun vallarins eða fella það samkomulag úr gildi en málinu hefur nú verið vísað frá þar þess að skortur sé á forsendum þess að hægt sé að reka málið með tilliti til laganna.

Alex Gertsen, yfirmaður yfir flugvallardeild NBAA, segir að niðurstaðan sé mikil vonbrigði en ítrekar að samtökin munu samt sem áður halda áfram að berjast fyrir framtíð Santa Monica flugvallarins og aðstoða og styðja við bakið á flugsamfélaginu og fyrirtækjunum sem starfa á flugvellinum.

Gertsen bendir á það mikilvæga hlutverk sem Santa Monica flugvöllurinn gegnir og segir að það sé mjög óábyrgt af borgarstjórninni ef tekin verður sú ákvörðun að loka flugvellinum.

Bæði NBAA og stjórn flugvallarins ætla að freista þess að fara með sitthvort málið fyrir hæstarétt Kaliforníu-ríkis á næstunni í von um að hægt verði að breyta því mynstri sem viðgengst er varðar pólitísk völd sem hafa neikvæð áhrif á rekstur flugvalla.

Gertsen bætir við að áfram verður hart barist fyrir því að flugvellir í landinu fái að standa óáreittir án þess að eiga hættu á því að framtíð þeirra sé í óvissu vegna afskipta af stjórnvöldum og ráðamönnum.  fréttir af handahófi

Sex risaþotur í flota BA hafa lokið skoðun á Heathrow

19. apríl 2021

|

Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

Fyrsta 737 MAX 200 þotan verður afhent Ryanair í apríl

25. mars 2021

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist eiga von á því að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) muni gefa út flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX 200 á næsta dögum og jafnvel fyrir helgi.

Íhuga að panta allt að 150 þotur frá Boeing eða Airbus

10. júní 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines segist eiga í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um stóra pöntun í yfir 100 þotur þar sem félagið stefnir á að stækka flugflotann sinn enn frekar á næstu árum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00