flugfréttir

Bakslag í baráttunni fyrir tilvist flugvallarins í Santa Monica

- Hæstiréttur vísar frá kröfu um ógildingu á sáttmála FAA við borgina

21. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Flugvöllurinn í Santa Monica er einn stærsti einkaflugs- og einkaþotuflugvöllur Kaliforníu

Annað bakslag er komið upp í baráttu flugsamfélagsins í Santa Monica í Kaliforníu við borgaryfirvöld vegna framtíðar flugvallarins í bænum eftir að dómstóll í Washington vísaði frá máli sem hefði annars ógilt samkomulag sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gerðu við borgaráð Santa Monica um að flugvellinum yrði lokað þann 31. desember árið 2028.

FAA náði samkomulagi við borgarstjórn Santa Monica um að frá og með síðasta degi ársins 2028 hefði borgin engar skyldur lengur til flugvallarins og mætti borgin því taka yfir landsvæðið þar sem flugvöllurinn hefur verið staðsettur frá því árið 1923.

Einnig heimilaði FAA beiðni borgarstjórans um að stytta flugbraut vallarins úr 5.000 fetum niður í 3.500 og hófust framkvæmdir á styttingu brautarinnar árið 2017 en með því geta einkaþotur og stærri flugvélar ekki lengur lent á Santa Monica flugvellinum sem takmarkar starfsemi vallarins aðeins við litlar flugvélar og þá aðallega eins hreyfils flugvélar.

Flugvöllurinn, sem hét fyrst Clover Field og var nefndur í höfuðið á herforingjanum Greayer “Grubby” Clover, hefur verið mikið notaður af almannaflugi og viðskiptaflugi en eftir fyrri heimstyrjöldina var hann heimaflugvöllur Douglas flugvélaframleiðandans.

Samtökum viðskipta- og einkaþotuflugs í Bandaríkjunum (NBAA) hafa ásamt fleiri fyrirtækjum í flugrekstri á Santa Monica flugvellinum barist fyrir því að ógilda samkomulag FAA við borgina en tilraunir til þess að fara með málið lengra var hafnað af málsmeðferðarsjónarmiðum.

Fjölmargir einkaflugmenn eiga flugvélar á Santa Monica flugvellinum

Árið 2018 var ákveðið að freista þess að fara með málið til hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington í von um að hægt væri að framlengja lokun vallarins eða fella það samkomulag úr gildi en málinu hefur nú verið vísað frá þar þess að skortur sé á forsendum þess að hægt sé að reka málið með tilliti til laganna.

Alex Gertsen, yfirmaður yfir flugvallardeild NBAA, segir að niðurstaðan sé mikil vonbrigði en ítrekar að samtökin munu samt sem áður halda áfram að berjast fyrir framtíð Santa Monica flugvallarins og aðstoða og styðja við bakið á flugsamfélaginu og fyrirtækjunum sem starfa á flugvellinum.

Gertsen bendir á það mikilvæga hlutverk sem Santa Monica flugvöllurinn gegnir og segir að það sé mjög óábyrgt af borgarstjórninni ef tekin verður sú ákvörðun að loka flugvellinum.

Bæði NBAA og stjórn flugvallarins ætla að freista þess að fara með sitthvort málið fyrir hæstarétt Kaliforníu-ríkis á næstunni í von um að hægt verði að breyta því mynstri sem viðgengst er varðar pólitísk völd sem hafa neikvæð áhrif á rekstur flugvalla.

Gertsen bætir við að áfram verður hart barist fyrir því að flugvellir í landinu fái að standa óáreittir án þess að eiga hættu á því að framtíð þeirra sé í óvissu vegna afskipta af stjórnvöldum og ráðamönnum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga