flugfréttir

Núverandi sótthreinsiaðferðir nóg til að drepa veiruna

- Boeing og háskólinn í Arizona gerðu tilraunir með lifandi veirur í flugvél

21. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:44

Gerðar voru tilraunir bæði með mismunandi sótthreinsiefnum og mismunandi aðferðum og kom í ljós að allt bar árangur og drap veiruna um borð

Niðurstöður úr nýrri rannsókn sem Boeing hefur framkvæmt í samstarfi við vísindamenn við háskólann í Arizona, sýnir fram á að þær sótthreinsunaraðferðir, sem flugfélög eru að notast við í dag, dugar til að drepa veirur á borð við kórónaveiruna í flugvélum.

Að sótthreinsa allt farþegarýmið á milli flugferða er ein af þeim leiðum sem flugfélög hafa gripið til í heimsfaraldrinum og segja vísindamenn, sem hafa rannsakað þessar aðferðir, að þær skili það miklum árangri að nær ógjörningur sé að ná að smitast af veirunni í flugi séu sótthreinsunarefni notuð á alla snertifleti og allt farþegarýmið.

Komu veiru fyrir á 230 stöðum um borð í flugvél

Vísindamenn komu veiru fyrir í farþegarými á flugvél sem svipar til kórónaveirunnar sem nefnist MS2. Sú veira er ekki eins skaðleg og COVID-19 en þó er erfiðara að drepa þá veiru heldur en SARS-CoV-2.

Veirunni var komið fyrir á 230 stöðum inni í flugvélinni og meðal annars á borðskemlum, armpúðum, á sætum og höfuðpúðum, á haldföng á farangursgeymslum, inn á salernum og í eldhúsrými.

Eftir að prófanir voru gerðar með mismunandi sótthreinsiaðferðum og með mismunandi efnum var farið yfir alla þá staði þar sem veirunni var komið fyrir og kom í ljós að öll þau efni sem notuð voru náðu að drepa MS2 veirurnar á öllum stöðum. Því er talið að með sömu aðferðum og efnum má líka ná að drepa kórónaveiruna.

Boeing mun ásamt vísindamönnunum framkvæma aðra tilraun með SARS-CoV-2 og kórónaveiruna

Þessar fréttir koma nokkrum dögum eftir að Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) greindu frá því að hverfandi líkur væru á því að smitast af veirunni um borð í farþegaflugi og hafa samtökin lýst því yfir að um 1.2 milljarður farþega hafa nú þegar ferðast í heiminum með flugi á þessu ári og sé aðeins vitað um 44 smit sem má rekja til farþegaflugs.

Flest smitin voru rakin áður en farþegar voru skyldaðir til þess að bera grímur af flestum flugfélögum og má því áætla að líkurnar á að smitast í farþegaflugvél séu 1 á móti 27.000.000.

Fram kemur að Boeing og háskólinn í Arizona ætli að halda áfram prófunum og stendur til að gera tilraunir með sótthreinsiaðferðir bæði á SARS-CoV-2 veiruna og á kórónaveiruna.  fréttir af handahófi

Norwegian mun skila yfir 70 þotum til leigusala

7. janúar 2021

|

Norwegian er byrjað að skila flugvélum til eigenda sinna sem félagið hefur haft á leigu sem er hluti af því að fækka vélunum í flotanum vegna heimsfaraldursins.

Nýtt flugfélag stofnað í Danmörku

3. nóvember 2020

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Danmörku sem nefnist Airseven en félagið stefnir á að hefja leiguflug fyrir lok ársins.

Korean Air kaupir Asiana

16. nóvember 2020

|

Tvö stærstu flugfélögin í Suður-Kóreu munu sameinast í eitt stærsta flugfélag Asíu en staðfest var í morgun að Korean Air muni kaupa Asiana Airlines fyrir 218 milljarða króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00