flugfréttir

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

- Beina til flugáhugafólks að flykkjast ekki út á Schiphol á sunnudag

22. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:47

Margir leggja leið sína að Schiphol-flugvellinum í Amsterdam til að horfa á flugvélar líkt og á fleiri stórum flugvöllum í heiminum

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch Airlines þegar síðasta flugið með Boeing 747 lendir á flugvellinum í Amsterdam.

Bæjarráðið hefur áhyggjur af því að hópamyndun meðal áhugafólks um flug geti haft neikvæðar afleiðingar er varðar smit vegna kórónaveirufaraldursins auk þess sem sóttvarnarreglur yrði að öllum líkindum ekki virtar.

Þegar KLM tilkynnti í mars sl. að félagið myndi hætta tafarlaust með júmbó-þoturnar flykktust margir út á Schiphol-flugvöll til þess að sjá það sem þá var talið vera síðasta flug KLM með Boeing 747 en félagið ákvað síðan að halda áfram að fljúga júmbó-þotunum fram á sumar til þess að flytja læknagögn frá Kína til Hollands.

Allra síðasta áætlunarflug félagsins með Boeing 747 áður en þoturnar verða endanlega teknar úr flotanum mun hinsvegar lenda Schiphol-flugvelli næstkomandi sunnudag sem er flug KL894 frá Shanghai í Kína sem lendir seinnipartinn milli kl. 16 og 17.

Eftir að „City of Vancouver“ lendir á Schiphol-flugvelli næstkomandi sunnudag, lýkur sögu júmbó-þotunnar í flota KLM

Til að koma í veg fyrir hópamyndun og að það sama muni endurtaka sig ætlar hollenska lögreglan að vera viðstödd við grindverk flugvallarins til að koma í veg fyrir að of margir leggi leið sína að flugvellinum.

Marianne Schuurmans, bæjarstjóri í Haarlemmermeer, segir að ef stór hópur fari að myndast verði þeim svæðum lokað þar sem flugáhugamenn mæta yfirleitt til að berja flugvélar á Schiphol-flugvelli augum en um er að ræða svokallaða „planespotting-staði“.

Það er júmbó-þotan „City of Vancouver“ sem mun fljúga síðasta júmbó-þotuflug KLM og ber hún skráninguna PH-BFV.  fréttir af handahófi

Ryanair sakar franska ríkið um að mismuna lágfargjaldafélögum

15. febrúar 2021

|

Ryanair hefur ítrekað óánægju sína yfir ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar um að veita frekari fjárhagslega aðstoð til Air France og segir félagið að lítið sem ekkert sé gert til að koma til móts v

JetBlue fær úthlutað plássum á London Heathrow

29. mars 2021

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið jetBlue hefur fengið úthlutað lendingarplássum á Heathrow-flugvellinum í London en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Airport Coordination Limited (ACL) sem

American og United draga til baka 27.000 uppsagnir

11. mars 2021

|

Bæði American Airlines og United Airlines eru hætt við að segja upp um 27.000 starfsmönnum eins og til stóð eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna ákvað að greiða út björgunarpakka vegna heimsfaraldursins

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00