flugfréttir

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

- Beina til flugáhugafólks að flykkjast ekki út á Schiphol á sunnudag

22. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:47

Margir leggja leið sína að Schiphol-flugvellinum í Amsterdam til að horfa á flugvélar líkt og á fleiri stórum flugvöllum í heiminum

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch Airlines þegar síðasta flugið með Boeing 747 lendir á flugvellinum í Amsterdam.

Bæjarráðið hefur áhyggjur af því að hópamyndun meðal áhugafólks um flug geti haft neikvæðar afleiðingar er varðar smit vegna kórónaveirufaraldursins auk þess sem sóttvarnarreglur yrði að öllum líkindum ekki virtar.

Þegar KLM tilkynnti í mars sl. að félagið myndi hætta tafarlaust með júmbó-þoturnar flykktust margir út á Schiphol-flugvöll til þess að sjá það sem þá var talið vera síðasta flug KLM með Boeing 747 en félagið ákvað síðan að halda áfram að fljúga júmbó-þotunum fram á sumar til þess að flytja læknagögn frá Kína til Hollands.

Allra síðasta áætlunarflug félagsins með Boeing 747 áður en þoturnar verða endanlega teknar úr flotanum mun hinsvegar lenda Schiphol-flugvelli næstkomandi sunnudag sem er flug KL894 frá Shanghai í Kína sem lendir seinnipartinn milli kl. 16 og 17.

Eftir að „City of Vancouver“ lendir á Schiphol-flugvelli næstkomandi sunnudag, lýkur sögu júmbó-þotunnar í flota KLM

Til að koma í veg fyrir hópamyndun og að það sama muni endurtaka sig ætlar hollenska lögreglan að vera viðstödd við grindverk flugvallarins til að koma í veg fyrir að of margir leggi leið sína að flugvellinum.

Marianne Schuurmans, bæjarstjóri í Haarlemmermeer, segir að ef stór hópur fari að myndast verði þeim svæðum lokað þar sem flugáhugamenn mæta yfirleitt til að berja flugvélar á Schiphol-flugvelli augum en um er að ræða svokallaða „planespotting-staði“.

Það er júmbó-þotan „City of Vancouver“ sem mun fljúga síðasta júmbó-þotuflug KLM og ber hún skráninguna PH-BFV.  fréttir af handahófi

Etihad stefnir á að segja upp fleiri flugmönnum

9. nóvember 2020

|

Etihad Airways hefur varað flugmenn sína við yfirvofandi uppsögnum þar sem flugfélagið hefur ekki náð sér almennilega á strik þar sem áhrifin af kórónuveirufaraldrinum eru að hafa meiri áhrif á rekstu

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Wizz Air fjölgar flugleiðum í innanlandsfluginu í Noregi

17. nóvember 2020

|

Wizz Air hefur tilkynnt um tvær nýjar flugleiðir sem til stendur að fljúga í innanlandsfluginu í Noregi fyrir lok ársins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að til standi að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00