flugfréttir
Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili
- 237 nemendur skráðir í atvinnuflugmannsnámi

Aðflug að flugvellinum í Bíldudal á kennsluflugvél frá Keili (Flugakademíu Íslands)
Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.
Fram kemur að á yfirstandandi skólaári stunda ríflega þúsund einstaklingar nám við Keilir en flestir eru nemendur Háskólabrúarinnar sem eru 332 alls.
Ekkert lát hefur orðið á vinsældum skólans sem trónað hefur efst á lista undanfarin ár. Lokapróf úr frumgreinanáminu telst sambærilegt stúdentsprófi og nægir til inntöku
í allar deildir Háskóla Íslands og gildir það sama um fjölmarga skóla bæði hérlendis og erlendis.
Fjölmennasta námslínan er þó atvinnuflugmannsnám en skráðir nemendur eru 237 talsins, næst fjölmennust er félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrúarinnar sem telur
158 nemendur. Umsvif Flugakademíu Íslands hafa aukist þó nokkuð undanfarin misseri en nemendur hafa kost á að stunda bóklegt nám við starfsstöðvar í Hafnarfirði
og í Reykjanesbæ og verklegt nám fer fram bæði við Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll.
Kynjaskipting við Keili er því sem næst jöfn og er meðalaldur nemenda um þrítugt. Yngstir eru nemendur Menntaskólans á Ásbrú en meðalaldur við skólann er 23 ára.

Atvinnuflugsnemendur í bóklegri kennslustund hjá Flugakademíu Íslands
Á Stúdentsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð er meðalaldurinn 16 ára en meðalaldur nemenda sem skráðir eru í opna framhaldsskólaáfanga er 30 ára sem hækkar meðaltalið
all nokkuð.
Hæst hlutfall nemenda býr á höfuðborgarsvæðinu eða 60% en um það bil fjórðungur er búsettur á Reykjanesi. Nemendur koma þó víðar af en svo eða frá 22 mismunandi löndum.
Um 6% nemendahópsins koma erlendis frá, flestir frá Danmörku (17), Póllandi (6) og Svíþjóð (4).
Þrátt fyrir að COVID-19 heimsfaraldurinn kunni að leggjast misjafnt í þá sem stunda atvinnuflugmannsnám vegna þess ástand sem varir nú í flugiðnaðinum þá eru flestir sérfræðingar
í flugmálum erlendis sammála um að flugið muni jafna sig líkt og áður eftir aðrar sambærilegar niðursveiflur sem hafa dunið yfir.


14. febrúar 2021
|
Kanaríeyjar eru í þann mund að fara að eignast sitt eigið flugfélag sem mun sinna áætlunarflugi á milli eyjanna og meginlands Evrópu en hingað til hefur Kanarí aðeins haft flugfélag sem sinnir flugi

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

8. janúar 2021
|
Flugvélaleigufyrirtækið Aerolease hefur hætt við pöntun í tíu SpaceJet-þotur frá Mitsubishi Aircraft sem félagið hafði pantað á sínum tíma en þoturnar hétu áður Mitsubishi Regional Jet (MRJ).

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.