flugfréttir

Afhenda fyrstu A220 þotuna sem smíðuð er í Alabama

23. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:01

Fyrsta A220 þotan sem afhent er frá verksmiðjunum í Mobile í Alabama fer til Delta Air Lines

Airbus hefur afhent fyrstu bandarísku Airbus A220 þotuna, sem smíðuð hefur verið í verksmiðjunum í Mobile í Alabama, en það er Delta Air Lines sem tekur við þeirri þotu sem er af gerðinni A220-300.

Afhendingin á sér stað 14 mánuðum eftir að samsetning hófst á fyrstu A220 þotunni í Alabama þar sem Airbus smíðar einnig þotur úr Airbus A320 fjölskyldunni fyrir Ameríkumarkað.

Airbus keypti CSeries-framleiðsluna af Bombardier árið 2018 og innleiddi flugvélina undir nafni Airbus A220 og var fljótlega hafist handa við að opna verksmiðjuálmu í Mobile í Bandaríkjunum fyrir A220 þotuna sem einnig hefur verið framleidd í Mirabel í Kanada.

Framkvæmdir við verksmiðjuna fyrir A220 í Mobile hófust í janúar árið 2019 og í ágúst síðar um árið hófst samsetning á fyrstu þotunni sem flaug síðan sitt fyrsta flug í júní í sumar.

Delta Air Lines hefur pantað 95 eintök af Airbus A220 sem er ein stærsta pöntunin sem gerð hefur verið í þessa flugvélategund en Airbus hefur afhent 123 eintök af Airbus A220 og hafa 516 eintök verið pöntuð.  fréttir af handahófi

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Wizz Air lokar bækistöð sinni í Þrándheimi

2. febrúar 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur lokað bækistöð sinni í Þrándheimi í Noregi aðeins þremur mánuðum eftir að flugfélagið tók stöðina í notkun sem var hluti af fyrirhugaðri útrás félagsins í

Björgunarþyrla með sex um borð fórst í Frönsku Ölpunum

9. desember 2020

|

Fimm eru látnir eftir flugslys í Frönsku Ölpunum er björgunarþyrla af gerðinni Eurocopter EC135 brotlenti við flugæfingar skammt frá bænum Bonvillard í tæplega 114 kílómeta fjarlægð austur af borgin

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00