flugfréttir

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

- Sjá 500% aukningu í leit að fargjöldum til Kanarí

24. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:29

Farþegaþotur við flugstöðina á flugvellinum á Tenerife

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heimsfaraldursins og þurfa Bretar því ekki að fara í sóttkví við komuna til baka til Bretlands.

Bresk stjórnvöld hafa meðal annars tekið Kanaríeyjar af lista yfir þau svæði þar sem ástandið er hvað verst er varðar kórónaveirusmit og mun Ryanair hefja sölu á farmiðum næstkomandi mánudag.

Ryanair ætlar að fljúga frá Bretlandi til Tenerife, Gran Canaria Lanzarote og Fuerteventura fyrir ferðatímabilið frá október fram til janúar eftir áramót.

Ryanair mun fljúga til Kanaríeyja frá Birmingham, Bristor, Bournemouth, Edinborg, East Midlands, Glasgow, Leeds, Liverpool, London Stansted, London Luton og frá Manchester.

Þá ætlar þýska flugfélagið Eurowings að hefja flug til Kanarí frá og með 7. nóvember næstkomandi og mun félagið fljúga frá Berlín, Dusseldorf, Hamborg, Köln og Stuttgart en þess má geta að Eurowings ætlar fyrst að fljúga sérstakt hátíðarflug til Kanarí þann 1. nóvember frá Dusseldorf til Tenerife.

Þá mun easyJet ekki láta sitt eftir liggja en félagið hefur bætt 180.000 flugsætum við Kanaríflugið frá
2. nóvember til 31. mars og verður flogið frá London Gatwick, London Luton, Bristol, Manchester, Liverpool, Edinborg, Glasgow og Belfast en áfangastaðirnir á Kanarí verða Tenerife, Gran Canaria, Lanzarote og Fuerteventura.

„Við erum að sjá mikla eftirspurn eftir flugi til Kanarí eftir að breska ríkisstjórnin tilkynnti um breytingar á ferðatakmörkunum fyrir Kanaríeyjar og hefur leit að flugi til Kanarí aukist um 500% á vefsíðunni okkar“, segir Ali Gayward hjá easyJet.  fréttir af handahófi

Eigandaskipti á framleiðslu og þjónustu fyrir Dornier 228

19. október 2020

|

Þýska fyrirtækið General Atomics Europe GmbH í Dresden ætlar sér að kaupa og taka yfir rekstur svissneska fyrirtækisins RUAG Aerospace sem í dag sér um framleiðslu á Dornier 228 flugvélunum auk viðhal

Fjöldi flugvalla í Kína fyrir áætlunarflug nálgast 240 velli

16. október 2020

|

Talið er að áætlunarflugvellir í Kína verði orðnir 241 talsins fyrir lok ársins 2020 en yfirvöld í Kína hafa unnið markvisst að því að undanförnu að byggja upp innviði í fluginu í landinu en að meðalt

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00