flugfréttir

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

- Flugmenn og flugvirkjar American munu svara spurningum almennings

25. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:14

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur frá American Airlines

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug með farþega.

American Airlines mun bjóða meðal annars starfsmönnum sínum og fjölmiðlum að vera um borð í þessum sérstöku flugferðum sem munu eiga sér stað á Dallas/Fort Worth flugvellinum, LaGuardia-flugvellinum í New York auk þess sem boðið verður upp á flug frá flugvellinum í Miami.

Almenningi og áhugasömum gefst einnig kostur á að mæta á þessa flugvelli og skoða MAX-þoturnar auk þess sem hægt verður að koma með fyrirspurnir sem flugmenn og flugvirkjar munu svara og verður sá spurningafundur sendur út í beinni á Netinu og geta netverjar einnig spurt spurninga er varðar öryggi Boeing 737 MAX þotnanna.

Um nokkrar flugferðir verður um að ræða og stefnir American Airlines á þær munu eiga sér stað fljótlega eftir Þakkargjörðarhátíðina en það veltur þó allt á því hvenær bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu gefa út flughæfnisvottun fyrir vélarnar sem gæti orðið í næsta mánuði.

Farþegarými um borð í Boeing 737 MAX þotum American Airlines

„Þarna verða réttu aðilarnir viðstaddir sem geta svarað spurningum og útskýrt allt er varðar MAX-vélarnar“, segir Alison Taylor, yfirmaður yfir þjónustudeild American Airlines.

Fyrstu flugin í áætlunarflugi á vegum American Airlines með Boeing 737 MAX munu hefjast þann
29. desember og mun félagið byrja á því að fljúga þotunum á milli LaGuardia í New York til Miami í Flórída.

Félagið segir að það mun koma skýrt fram í bókunarkerfinu ef viðkomandi flug er flogið með Boeing 737 MAX svo farþegar geti brugðist við eða gert breytingar á ferðatilhögun sinni ef þeir treysta sér ekki að fljúga með vélunum og breytt fluginu ef þeir vilja ferðast með annarri flugvélategund.

American Airlines er eina bandaríska flugfélagið sem stefnir á að byrja að fljúga Boeing 737 MAX á þessu ári en United Airlines segir að félagið ætli að bíða fram á næsta ári og Southwest Airlines segir að mögulega ætli félagið að fljúga MAX-þotunum næsta vor.  fréttir af handahófi

Syðri flugbrautin tekin í notkun á Brandenburg-flugvelli

4. nóvember 2020

|

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur tekið í notkun syðri flugbrautina á flugvellinum og var Airbus A350-900 breiðþota frá Qatar Airways fyrsta flugvélin til þess að lenda á þeirri braut í morgun.

Spá 11 prósenta samdrætti á afhendingum næstu 10 árin

6. október 2020

|

Boeing telur að eftirspurn og afhendingar á nýju farþegaþotum frá helstu flugvélaframleiðendum heimsins eigi eftir að dragast saman um 11% næstu 10 árin sem má að mestu leyti rekja til COVID-19 heim

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00