flugfréttir

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

- Flugmenn og flugvirkjar American munu svara spurningum almennings

25. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:14

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur frá American Airlines

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug með farþega.

American Airlines mun bjóða meðal annars starfsmönnum sínum og fjölmiðlum að vera um borð í þessum sérstöku flugferðum sem munu eiga sér stað á Dallas/Fort Worth flugvellinum, LaGuardia-flugvellinum í New York auk þess sem boðið verður upp á flug frá flugvellinum í Miami.

Almenningi og áhugasömum gefst einnig kostur á að mæta á þessa flugvelli og skoða MAX-þoturnar auk þess sem hægt verður að koma með fyrirspurnir sem flugmenn og flugvirkjar munu svara og verður sá spurningafundur sendur út í beinni á Netinu og geta netverjar einnig spurt spurninga er varðar öryggi Boeing 737 MAX þotnanna.

Um nokkrar flugferðir verður um að ræða og stefnir American Airlines á þær munu eiga sér stað fljótlega eftir Þakkargjörðarhátíðina en það veltur þó allt á því hvenær bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu gefa út flughæfnisvottun fyrir vélarnar sem gæti orðið í næsta mánuði.

Farþegarými um borð í Boeing 737 MAX þotum American Airlines

„Þarna verða réttu aðilarnir viðstaddir sem geta svarað spurningum og útskýrt allt er varðar MAX-vélarnar“, segir Alison Taylor, yfirmaður yfir þjónustudeild American Airlines.

Fyrstu flugin í áætlunarflugi á vegum American Airlines með Boeing 737 MAX munu hefjast þann
29. desember og mun félagið byrja á því að fljúga þotunum á milli LaGuardia í New York til Miami í Flórída.

Félagið segir að það mun koma skýrt fram í bókunarkerfinu ef viðkomandi flug er flogið með Boeing 737 MAX svo farþegar geti brugðist við eða gert breytingar á ferðatilhögun sinni ef þeir treysta sér ekki að fljúga með vélunum og breytt fluginu ef þeir vilja ferðast með annarri flugvélategund.

American Airlines er eina bandaríska flugfélagið sem stefnir á að byrja að fljúga Boeing 737 MAX á þessu ári en United Airlines segir að félagið ætli að bíða fram á næsta ári og Southwest Airlines segir að mögulega ætli félagið að fljúga MAX-þotunum næsta vor.  fréttir af handahófi

Fyrsta áætlunarflug Icelandair með 737 MAX eftir hlé

8. mars 2021

|

Icelandair flaug í morgun fyrsta áætlunarflugið með Boeing 737 MAX eftir tæplega tveggja ára kyrrsetningu en fyrsta flugið var flug FI204 til Kaupmannahafnar.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00