flugfréttir

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

- Sagði að ókyrrð hefði ollið skemmdunum

25. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:52

Atvikið átti sér stað um borð í flugvél hjá Finnair árið 2017

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið hafi eyðilagst í ókyrrð.

Atvikið átti sér stað árið 2017 í áætlunarflugi frá Helsinki til Víetnam og komst maðurinn reiddist er hann náði ekki að greiða fyrir vöru um borð með gjafakorti Finnair.

Að sögn flugfreyju varð farþeginn mjög reiður og yfirgaf sæti sitt og fór inn á eitt af salernum vélarinnar þar sem mikill hávaði og skarkali heyrðist í kjölfarið.

„Ég hef aldrei á mínum ferli séð eins mikla eyðileggingu á flugvélaklósetti“, segir ein flugfreyjan sem fór að athuga ástandið á salerninu um leið og farþeginn snéri aftur til baka í sætið sitt. Í ljós kom að hann hafði skemmt dyrnar á salerninu, eyðilagt vegg og klæðningu auk þess sem hann hafði reynt að rífa í burtu innréttingu og spegil.

Maðurinn sagði við réttarhöld að skemmdirnar hafi verið af hans völdum en ástæðan hafi verið þar sem mikil ókyrrð reið yfir sem varð til þess að hann missti jafnvægið og kastaðist til og frá inn á salerninu.

Þá sagði farþeginn að hann hefði drukkið mikið magn af áfengi bæði á flugvellinum og um borð í flugvélinni auk þess að hafa tekið róandi lyf og var hann því mjög valtur á fæti og greip í borð og skápa sem rifnuðu af í ókyrrðinni.

Öryggisfulltrúi frá Finnair var kallaður til við réttarhöldin og hann spurður hvort að ókyrrð hefði geta valdið þessum skemmdum og svaraði hann því neitandi. Þá kom í ljós að engin ókyrrð átti sér stað í þessu langa flugi frá Helsinki til Víetnam.

Maðurinn, sem er 42 ára gamall, mun einnig þurfa að greiða Finnair sekt upp á 7 milljónir króna vegna skemmdanna auk málskostnaðar.  fréttir af handahófi

Mikil röskun á flugi í Denver vegna smits í flugturni

2. desember 2020

|

Mikil röskun varð á áætlunarflugi um flugvöllinn í Denver í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að í ljós kom að flugumferðarstjóri á vakt var smitaður af kórónaveirunni.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

MC-21 þotan á von á vottun fyrir lok næsta árs

27. nóvember 2020

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut á von á því að MC-21 farþegaþotan eigi eftir að fá flughæfnisvottun fyrir lok næsta árs.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00