flugfréttir

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

- Sagði að ókyrrð hefði ollið skemmdunum

25. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:52

Atvikið átti sér stað um borð í flugvél hjá Finnair árið 2017

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið hafi eyðilagst í ókyrrð.

Atvikið átti sér stað árið 2017 í áætlunarflugi frá Helsinki til Víetnam og komst maðurinn reiddist er hann náði ekki að greiða fyrir vöru um borð með gjafakorti Finnair.

Að sögn flugfreyju varð farþeginn mjög reiður og yfirgaf sæti sitt og fór inn á eitt af salernum vélarinnar þar sem mikill hávaði og skarkali heyrðist í kjölfarið.

„Ég hef aldrei á mínum ferli séð eins mikla eyðileggingu á flugvélaklósetti“, segir ein flugfreyjan sem fór að athuga ástandið á salerninu um leið og farþeginn snéri aftur til baka í sætið sitt. Í ljós kom að hann hafði skemmt dyrnar á salerninu, eyðilagt vegg og klæðningu auk þess sem hann hafði reynt að rífa í burtu innréttingu og spegil.

Maðurinn sagði við réttarhöld að skemmdirnar hafi verið af hans völdum en ástæðan hafi verið þar sem mikil ókyrrð reið yfir sem varð til þess að hann missti jafnvægið og kastaðist til og frá inn á salerninu.

Þá sagði farþeginn að hann hefði drukkið mikið magn af áfengi bæði á flugvellinum og um borð í flugvélinni auk þess að hafa tekið róandi lyf og var hann því mjög valtur á fæti og greip í borð og skápa sem rifnuðu af í ókyrrðinni.

Öryggisfulltrúi frá Finnair var kallaður til við réttarhöldin og hann spurður hvort að ókyrrð hefði geta valdið þessum skemmdum og svaraði hann því neitandi. Þá kom í ljós að engin ókyrrð átti sér stað í þessu langa flugi frá Helsinki til Víetnam.

Maðurinn, sem er 42 ára gamall, mun einnig þurfa að greiða Finnair sekt upp á 7 milljónir króna vegna skemmdanna auk málskostnaðar.  fréttir af handahófi

Munu kveðja Heathrow með samhliða flugtaki

4. október 2020

|

Tvær síðustu júmbó-þoturnar í flota British Airways munu kveðja Heathrow-flugvöllinn með sérstöku kveðjuflugi þann 8. október næstkomandi og lýkur þá formlega 46 ára sögu júmbó-þotna félagsins á Heat

Syðri flugbrautin tekin í notkun á Brandenburg-flugvelli

4. nóvember 2020

|

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur tekið í notkun syðri flugbrautina á flugvellinum og var Airbus A350-900 breiðþota frá Qatar Airways fyrsta flugvélin til þess að lenda á þeirri braut í morgun.

Boeing 737 MAX komið með flughæfnisvottun á ný frá FAA

18. nóvember 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa aflétt flugbanni Boeing 737 MAX þotunnar með endurútgáfu á flughæfnisvottun vélarinnar eftir 20 mánaða kyrrsetningu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00