flugfréttir

Dísel-útgáfa af Tecnam P2010 fær vottun frá EASA

25. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:45

Tecnam P2010 var fyrst kynnt til leiks árið 2011

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið sérstaka vottun frá samgönguöryggisnefnd Evrópu (EASA) fyrir dísel-útgáfu af Tecnam P2010 flugvélinni.

Tecnam P2010 er fjögurra sæta, hávængja, eins hreyfils flugvél sem var formlega kynnt til leiks árið 2011 og kom hún á markað árið 2014.

Flugvélin hefur bæði staðið viðskiptavinum til boða með 180 hestafla og 215 hestafla mótor sem geta ýmist gengið fyrir avgas og mogas-eldsneyti en nú býður framleiðandinn upp á P2010 flugvélina með 170 hestafla vatnskældum Continental CD-170 mótor sem gengur fyrir dísel eða Jet-A1.

Með því er hægt að ná fram aukinni hagkvæmni með eldsneytiseyðslu sem samsvarar 4.5 gallonum á klukkustund með 55% aflsettningu eða 7 gallonum á klukkustund með 75% afli.

Þeir viðskiptavinir sem eiga Tecnam P2010 flugvélina býðst einnig til að uppfæra upp í dísel-mótor en með því eykst drægi vélarinnar úr 660 nm mílum upp í 1.050 mílur auk þess sem hámarksflughæð fer úr 15.000 fetum upp í 18.000 fet.  fréttir af handahófi

Flugmenn KLM samþykkja launalækkun næstu 5 árin

3. nóvember 2020

|

Flugmenn hjá hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines hafa breytt um skoðun og fallist á að taka á sig launalækkun til ársins 2025.

Fjórar breiðþotur hjá Finnair á leið í geymslu í Frakklandi

1. desember 2020

|

Finnair mun á næstunni ferja fjórar breiðþotur frá Finnlandi til suðurhluta Frakklands til að geyma þoturnar í hlýrra loftslagi en óvíst er hvenær þær koma aftur til síns heima vegna kórónaveirufaral

Vottunarferli vegna Boeing 737 MAX á lokasprettinum

10. nóvember 2020

|

Steve Dickson, yfirmaður hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA), segir að á næstu dögum sé von á að niðurstöður verði birtar varðandi endurútgáfu á lofthæfni Boeing 737 MAX þotunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00