flugfréttir

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

- Narita-flugvöllur lækkar gjöld og afnemur gjöld fyrir innanlandsflug

26. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Boeing 767 breiðþota Japan Airlines á Narita-flugvellinum í Tókýó í Japan

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirunnar.

Lendingar- og afgreiðslugjöld verða felld niður fyrir þau flugfélög sem sinna innanlandsflugi í Japan auk þess sem gjöld fyrir þjónustu á stæðum og landgöngubrúm verða afnumin og þá verða lendingargjöld og önnur gjöld lækkuð fyrir flugfélög í millilandaflugi.

Narita-flugvöllurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að hafa ein hæstu lendingargjöld af öllum flugvöllum heimsins og kostar allt upp í 980.000 krónur fyrir stóra þotu á borð við Boeing 747 að lenda á Tokyo Narita flugvellinum.

Aðgerðirnar verða gerðar afturvirkar til apríl í vor og verða þær í gildi, flugfélögum í hag, þar að til umsvif hvers flugfélags á Narita-flugvellinum nær 50% af því sem var árið 2019 og minnkar afslátturinn svo hlutfallslega eftir því sem bataferlið nær lengra hjá viðkomandi flugfélagi.

„Við viljum gera allt til þess að viðhalda flugsamgöngum í landinu“, segir Akihiko Tamura, forstjóri rekstarfélagsins sem sér um Narita-flugvöllinn í Tókýó.

Fjöldi brottfarar- og komuflugs dróst saman um 64% um Narita-flugvöll frá apríl fram til september og 94% færri farþegar flugu um flugvöllinn á tímabilinu vegna COVID-19 heimsfaraldursins.  fréttir af handahófi

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Southwest sagt vera að undirbúa risapöntun í 737 MAX

11. mars 2021

|

Orðrómur er um að bandaríska flugfélagið Southwest Airlines sé að fara að tilkynna risastóra pöntun til Boeing í yfir 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00