flugfréttir

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:36

Í síðustu viku voru 460 farþegar komnir á sérstakan bannlista hjá Delta Air Lines fyrir að hafa neitað að vera með grímu um borð í flugi

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga aftur í bráð með félaginu.

Flest, ef ekki öll flugfélög í heiminum, fara fram á grímuskyldu meðal farþega til þess að koma í veg fyrir kórónaveirusmit um borð í flugvélum og þótt flestir farþegar framfylgja þeim reglum þá eru sumir sem hafa ekki verið samvinnuþýðir þegar kemur að grímunotkun.

„Að nota grímu er einfaldasta leiðin til að koma í veg fyrir smit í flugi sem er ástæða þess að Delta hefur farið fram á grímunotkun meðal viðskiptavina okkar og starfsfólks“, segir Ed Bastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines.

Delta Air Lines mun ekki deila bannlistanum meðal annarra flugfélaga sem þýðir að sá farþegi sem hefur verið bannaður hjá Delta fyrir að hafa ekki viljað nota grímu getur samt sem áður bókað flug með öðrum flugfélögum.

Delta Air Lines hefur líkt og mörg önnur flugfélög ekki boðið upp á að bóka miðjusætið um borð í flugvélum sínum til að tryggja fjarlægð milli farþega en fram kemur að sala á fargjöldum í miðjusætinu hefst aftur eftir áramótin.  fréttir af handahófi

Tvær 737 MAX þotur Icelandair komnar heim frá Spáni

15. febrúar 2021

|

Icelandair sótti í gær tvær af þeim fimm Boeing 737 MAX þotum sem geymdar hafa verið á Spáni frá því um haustið 2019 og lentu flugvélarnar tvær á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum eftir hádegi í gæ

Rússar og Ungverjar í samstarf við þróun á eins hreyfils flugvél

19. mars 2021

|

Rússar og Ungverjar hafa undirritað samning um samstarf er varðar framleiðslu á nýrri og endurbættari útgáfu af lítilli eins hreyfils flugvél sem framleidd hefur verið hingað til af Ilyushin í Rússla

Misreiknuðu flugtaksþunga á Airbus A340 þotu um 90 tonn

24. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Suður-Afríku hafa hafið rannsókn á alvarlegu atviki sem átti sér stað er breiðþota frá flugfélaginu South African Airways var í flugtaki á flugvellinum í Brussel í Belgíu í febrúar

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00