flugfréttir

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:36

Í síðustu viku voru 460 farþegar komnir á sérstakan bannlista hjá Delta Air Lines fyrir að hafa neitað að vera með grímu um borð í flugi

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga aftur í bráð með félaginu.

Flest, ef ekki öll flugfélög í heiminum, fara fram á grímuskyldu meðal farþega til þess að koma í veg fyrir kórónaveirusmit um borð í flugvélum og þótt flestir farþegar framfylgja þeim reglum þá eru sumir sem hafa ekki verið samvinnuþýðir þegar kemur að grímunotkun.

„Að nota grímu er einfaldasta leiðin til að koma í veg fyrir smit í flugi sem er ástæða þess að Delta hefur farið fram á grímunotkun meðal viðskiptavina okkar og starfsfólks“, segir Ed Bastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines.

Delta Air Lines mun ekki deila bannlistanum meðal annarra flugfélaga sem þýðir að sá farþegi sem hefur verið bannaður hjá Delta fyrir að hafa ekki viljað nota grímu getur samt sem áður bókað flug með öðrum flugfélögum.

Delta Air Lines hefur líkt og mörg önnur flugfélög ekki boðið upp á að bóka miðjusætið um borð í flugvélum sínum til að tryggja fjarlægð milli farþega en fram kemur að sala á fargjöldum í miðjusætinu hefst aftur eftir áramótin.  fréttir af handahófi

Delta í viðræðum við Boeing vegna 737 MAX

23. nóvember 2020

|

Delta Air Lines á nú í viðræðum við Boeing um mögulega pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en Ed Bastian, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að Delta sé að spá meðal annars í þeim óseldum 737 MAX þotum

Korean Air vill kaupa Asiana

13. nóvember 2020

|

Suðurkóreska flugfélagið Korean Air íhugar að kaupa og taka yfir rekstur Asiana Airlines sem er aðalsamkeppnisaðili félagsins.

Í mál við SpiceJet vegna vangoldinna leigugjalda

12. október 2020

|

Tvær írskar flugvélaleigur hafa höfðað mál gegn indverska lágfargjaldafélaginu SpiceJet vegna vangoldinna leigugjalda á þeim flugvélum sem félagið hefur haft á leigu frá fyrirtækjunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

Delta í viðræðum við Boeing vegna 737 MAX

23. nóvember 2020

|

Delta Air Lines á nú í viðræðum við Boeing um mögulega pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en Ed Bastian, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að Delta sé að spá meðal annars í þeim óseldum 737 MAX þotum

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00