flugfréttir

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

- Þrjátíu þotur í rekstri næsta sumar og þar af 9 Boeing 737 MAX þotur

27. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:03

Icelandair gerir ráð fyrir að fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar næsta vor

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Icelandair hefur þegar fengið sex Boeing 737 MAX þotur afhentar, fimm af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og eina af gerðinni 737 MAX 9 og verður félagið því komið með 9 slíkar þotur í flotann næsta vor.

Félagið, sem upphaflega pantaði 16 Boeing 737 MAX þotur, gerði samkomulag við Boeing um að minnka pöntunina niður í 12 þotur. Eftir að þrjár 737 MAX þotur verða afhentar næsta vor á félagið því eftir að fá þrjár til viðbótar og verða þær afhentar frá lok ársins 2021 til fyrsta ársfjórðungs ársins 2022.

Icelandair gerir ráð fyrir að hafa 30 þotur í rekstri fyrir sumarið 2021 sem munu fljúga til 32 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og má því áætla að 21 þota af gerðinni Boeing 757 verði í rekstri næsta sumar og níu 737 MAX þotur.

Alls munu sjö Boeing 757-200 þotur yfirgefa flugflotann á næstu mánuðum en Icelandair hefur þegar selt þrjár þotur sem verður breytt í fraktflugvélar af kaupanda auk þess sem fjórar 757 þotur verða teknar úr umferð og einhverjar af þeim verða notaðar í varahluti bæði fyrir félagið auk þess sem varahlutir verða seldir á erlendan markað.  fréttir af handahófi

Delta pantar 25 Airbus A321neo þotur til viðbótar

23. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnti í gær að félagið hefði lagt inn pöntun til Airbus í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Airbus A321neo.

Hlé gert á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum

29. apríl 2021

|

Boeing hefur gert hlé á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum vegna vandamála í rafkerfi vélanna sem uppgötvaðist fyrr í þessum mánuði.

Telur að vandamál með rafkerfið verði auðvelt að laga

12. maí 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að þær lagfæringar sem þarf að gera er varðar rafkerfi á Boeing 737 MAX þotunum verði unnt að lagfæra með tiltölulega einföldum hætti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00