flugfréttir

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

- Þrjátíu þotur í rekstri næsta sumar og þar af 9 Boeing 737 MAX þotur

27. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:03

Icelandair gerir ráð fyrir að fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar næsta vor

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Icelandair hefur þegar fengið sex Boeing 737 MAX þotur afhentar, fimm af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og eina af gerðinni 737 MAX 9 og verður félagið því komið með 9 slíkar þotur í flotann næsta vor.

Félagið, sem upphaflega pantaði 16 Boeing 737 MAX þotur, gerði samkomulag við Boeing um að minnka pöntunina niður í 12 þotur. Eftir að þrjár 737 MAX þotur verða afhentar næsta vor á félagið því eftir að fá þrjár til viðbótar og verða þær afhentar frá lok ársins 2021 til fyrsta ársfjórðungs ársins 2022.

Icelandair gerir ráð fyrir að hafa 30 þotur í rekstri fyrir sumarið 2021 sem munu fljúga til 32 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og má því áætla að 21 þota af gerðinni Boeing 757 verði í rekstri næsta sumar og níu 737 MAX þotur.

Alls munu sjö Boeing 757-200 þotur yfirgefa flugflotann á næstu mánuðum en Icelandair hefur þegar selt þrjár þotur sem verður breytt í fraktflugvélar af kaupanda auk þess sem fjórar 757 þotur verða teknar úr umferð og einhverjar af þeim verða notaðar í varahluti bæði fyrir félagið auk þess sem varahlutir verða seldir á erlendan markað.  fréttir af handahófi

IATA lýkur við úttekt á öryggismálum hjá PIA

11. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lokið við að gera úttekt á öryggismálum og starfsemi pakistanska flugfélagsins Pakistan Internatinal Airlines (PIA).

Eins árs fangelsi fyrir að ljúga til um orsök flugslyss

14. september 2020

|

Bandarískur flugmaður frá Alaska var í seinustu viku dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum vegna flugslyss sem átti sér stað árið 2014 auk þess sem hann var fundinn sekur

30 ólögleg flug til Gvatemala það sem af er árinu

9. nóvember 2020

|

Lögreglan í Gvatemala kom í dag auga á flak af einkaþotu sem hafði brotlent í skóglendi nálægt landamærunum við Mexíkó.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00