flugfréttir

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

- Of þungar til þess að hefja sig á loft til að komast í niðurrif

27. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:37

Þrjár af þeim sex júmbó-þotum Lufthansa sem eru fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er kemur að reglugerðum er varðar flugtök.

Lufthansa flaug júmbó-þotunum sex til Twente í júlí í sumar til að koma þeim í geymslu á meðan ekki var búið að ákveða örlög flugvélanna en fyrirhugað var að fljúga þeim síðar til annars flugvallar til að fara í niðurrif.

„Það átti bara að leggja vélunum þarna þangað til að búið væri að ákveða hvað myndi verða um þær“, segir Meiltje de Groot, framkvæmdarstjóri flugvallarins.

Vonast var til að hægt væri að rífa júmbó-þoturnar í Twente en nú hefur komið í ljós að það er ekki hægt og þurfa þær því að fara annað til þess að verða rifnar í sundur.

Á meðan hafa flugmálayfirvöld ekki enn samþykt reglugerð um hámarksflugtaksþunga fyrir flugtök á flugvellinum í Twente sem þýðir að júmbó-þoturnar eru of stórar samkvæmt reglugerðinni.

„Stórar þotur og breiðþotur geta aðeins lent á flugvellinum í Twente en aðeins til þess að fara í niðurrif. Lengd flugbrautarinnar og brottfararaðferðir hafa ekki verið samþykktar sem þýðir að júmbó-þotur Lufthansa eru lagalega séð „fastar“ á flugvellinum.

Stjórn flugvallarins og hollensk flugmálayfirvöld eru nú að ræða hvaða lausn sé best í stöðunni og hvort hægt sé að finna einhverja bráðabirgðalausn en flugvöllurinn hefur þegar hafist handa við að vinna að því að uppfylla kröfur er varðar brottflug stórra flugvéla en ekki er vitað hvenær því verður lokið.  fréttir af handahófi

China Southern orðið stærsta flugfélag heims

31. október 2020

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines er í dag orðið stærsta flugfélag í heimi og er félagið það fyrsta af þremur stærstu flugfélögunum í Kína til þess að skila inn hagnaði eftir COVID-19 fa

Ryanair að undirbúa pöntun í allt að 200 MAX-þotur

2. október 2020

|

Sagt er að Ryanair sé að undirbúa sig fyrir að skrifa undir samkomulag um risapöntun hjá Boeing í allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX þotur.

Afhenda fyrstu A220 þotuna sem smíðuð er í Alabama

23. október 2020

|

Airbus hefur afhent fyrstu bandarísku Airbus A220 þotuna, sem smíðuð hefur verið í verksmiðjunum í Mobile í Alabama, en það er Delta Air Lines sem tekur við þeirri þotu sem er af gerðinni A220-300.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00