flugfréttir
Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota
- ACI Europe varar við gjaldþrotum ef ekki fer að sjá fyrir endann á ástandinu

Margir flugvellir í Evrópu og víðar eru eins og draugaflugvellir með litla flugumferð og fáir á ferli í flugstöðvunum
Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Aþjóðasamtökum flugvalla í Evrópu (ACI Europe) sem telja að gjaldþrot blasi við 193 flugvöllum á næstunni ef farþegafjöldi um þá flugvelli fer ekki að aukast almennilega fyrir lok ársins.
Um 277.000 starfsmenn starfa á þessum 193 flugvöllum en ef engin bataummerki eru í sjónmáli í flugmálum munu flugvellir þurfa að hætta starfsemi sinni sem þýðir að hrun verður í flugsamgangnakerfinu í álfunni þar sem flugfélög munu ekki geta flogið til þeirra flugvalla sem hafa
enga þjónustu.
Að meðaltali hefur fjöldi flugfarþega dregist saman um 73% í september um evrópska flugvelli ef miðað er við sama mánuð í fyrra sem svarar að 172.500.000 færri farþegar flugu innan Evrópu í september og hafa því 1.290.000.000 færri farþegar
flogið innan Evrópu frá því í janúar 2020.
ACI Europe segir að áframhaldandi ferðatakmarkanir þegar veturinn er að taka við í Evrópu eigi eftir að gera ástandið enn verra þar sem enn meiri tekjumissir meðal flugvalla blasir við.

Flugstöðvar víða um heim eru nánast auðar í stað þess að vera fullar af farþegum á leið í flug
Samtökin segja að ef ástandið breytist ekki sé nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnir Evrópulanda
að grípa í taumana og veita flugvöllum styrki til að tryggja að ekki verði hrun í flugsamgöngum innan Evrópu sem hefur einnig áhrif á rekstur flugfélaga sem bætist þá ofan á þá erfiðleika sem þau eiga við í dag.
Fram kemur að hætta á gjaldþroti eigi einnig við stærstu flugvellina í Evrópu en þeir tuttugu stærstu hafa þegar tapað til samans yfir 3 þúsund og 300 milljörðum
króna vegna kórónaveirufaraldursins.
„Núna, þegar þessi krísa hefur varið í um átta mánuði, þá eru allir flugvellir í Evrópu að brenna upp fé til þess að halda flugvöllunum opnum á meðan litlar tekjur koma
inn til móts við reksturinn. Það að ríkisstjórnir séu að notast við sóttkví í stað þess
að skima farþega jafnóðum fyrir brottför er að ýta flugvöllunum alltaf lengra og lengra
nær barmi gjaldþrots með hverjum degi sem líður“, segir Oliver Jankovec, yfirmaður ACI Europe.


13. desember 2020
|
Kalla þurfti til lögreglu á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær eftir að karlmaður náði að komast upp á væng á Boeing 737 þotu og reyndi að klifra upp á vænglinginn („winglet“).

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr