flugfréttir

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

- ACI Europe varar við gjaldþrotum ef ekki fer að sjá fyrir endann á ástandinu

28. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:42

Margir flugvellir í Evrópu og víðar eru eins og draugaflugvellir með litla flugumferð og fáir á ferli í flugstöðvunum

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Aþjóðasamtökum flugvalla í Evrópu (ACI Europe) sem telja að gjaldþrot blasi við 193 flugvöllum á næstunni ef farþegafjöldi um þá flugvelli fer ekki að aukast almennilega fyrir lok ársins.

Um 277.000 starfsmenn starfa á þessum 193 flugvöllum en ef engin bataummerki eru í sjónmáli í flugmálum munu flugvellir þurfa að hætta starfsemi sinni sem þýðir að hrun verður í flugsamgangnakerfinu í álfunni þar sem flugfélög munu ekki geta flogið til þeirra flugvalla sem hafa enga þjónustu.

Að meðaltali hefur fjöldi flugfarþega dregist saman um 73% í september um evrópska flugvelli ef miðað er við sama mánuð í fyrra sem svarar að 172.500.000 færri farþegar flugu innan Evrópu í september og hafa því 1.290.000.000 færri farþegar flogið innan Evrópu frá því í janúar 2020.

ACI Europe segir að áframhaldandi ferðatakmarkanir þegar veturinn er að taka við í Evrópu eigi eftir að gera ástandið enn verra þar sem enn meiri tekjumissir meðal flugvalla blasir við.

Flugstöðvar víða um heim eru nánast auðar í stað þess að vera fullar af farþegum á leið í flug

Samtökin segja að ef ástandið breytist ekki sé nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnir Evrópulanda að grípa í taumana og veita flugvöllum styrki til að tryggja að ekki verði hrun í flugsamgöngum innan Evrópu sem hefur einnig áhrif á rekstur flugfélaga sem bætist þá ofan á þá erfiðleika sem þau eiga við í dag.

Fram kemur að hætta á gjaldþroti eigi einnig við stærstu flugvellina í Evrópu en þeir tuttugu stærstu hafa þegar tapað til samans yfir 3 þúsund og 300 milljörðum króna vegna kórónaveirufaraldursins.

„Núna, þegar þessi krísa hefur varið í um átta mánuði, þá eru allir flugvellir í Evrópu að brenna upp fé til þess að halda flugvöllunum opnum á meðan litlar tekjur koma inn til móts við reksturinn. Það að ríkisstjórnir séu að notast við sóttkví í stað þess að skima farþega jafnóðum fyrir brottför er að ýta flugvöllunum alltaf lengra og lengra nær barmi gjaldþrots með hverjum degi sem líður“, segir Oliver Jankovec, yfirmaður ACI Europe.  fréttir af handahófi

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00