flugfréttir
Kalitta Air pantar þrjár Boeing 777-300ERSF fraktþotur
- Breytt Boeing 777-300ER verður stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims

Tölvugerð mynd af Boeing 777-300ERSF í litum Kalitta Air
Fraktflugfélagið Kalitta Air hefur undirritað samning við GECAS Cargo um pöntun á þremur Boeing 777-300ERSF fraktþotum.
Boeing 777-300ERSF er Boeing 777-300ER þota sem hefur verið breytt úr farþegaþotu yfir í fraktþotu
sem er samstarfsverkefni GECAS Cargo og fyrirtækisins Israel Aerospace Industries (IAI).
Kalitta Air verður fyrsta flugfélagið til að fá 777-300ERSF afhenta en félagið á von á því að fá þá fyrstu
afhenta árið 2023 en fyrsta Boeing 777-300ER þotan sem breytt verður var áður í flota flugfélagsins Emirates.
Boeing 777-300ERSF verður stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims og mun hún verða allt að 20% sparneytnari
en júmbó-fraktþotur af gerðinni Boeing 747 og getur hún flogið með 101 tonn af frakt.
Kalitta Air hefur í dag yfir 30 fraktþotur í flota sínum sem eru af gerðinni Boeing 747-400, Boeing 767-300 auk
þriggja Boeing 777F þotna.


3. janúar 2021
|
Breska flugfélagið British Airways hefur fengið vilyrði fyrir láni upp á 349 milljónir króna en upphæðina mun flugfélagið nota til þess að tryggja sveigjanleika í rekstri fyrir árið 2021.

2. desember 2020
|
Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

1. desember 2020
|
Þeir sem þurfa að finna jólagjöf fyrir flugmanninn og þá sem hafa áhuga af flugi ættu ekki að lenda í vandræðum með að finna réttu gjöfina fyrir þessi jól þar sem út er komin bókin „Sem minnir mig á þ

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.