flugfréttir
China Southern orðið stærsta flugfélag heims
- Úr 60 milljarða króna tapi í 15 milljarða króna hagnað

Flugvélar China Southern Airlines
Kínverska flugfélagið China Southern Airlines er í dag orðið stærsta flugfélag í heimi og er félagið það fyrsta af þremur stærstu flugfélögunum í Kína til þess að skila inn hagnaði eftir COVID-19 faraldurinn.
Með þessu er China Southern Airlines orðið stærra en Delta Air Lines
og American Airlines en innanlandsflugið í Kína hefur næstum því náð sér að fullu eftir kórónaveirufaraldurinn þar í landi.
Miklar sviptingar hafa orðið á stöðu flugfélaga og stöðu flugvalla er kemur
að fjölda farþega en í seinustu viku var Delta Air Lines stærsta flugfélag
heims og þá hefur Heathrow-flugvöllurinn í London misst titilinn
sem stærsti flugvöllur heims.
China Southern Airlines tilkynnti nú fyrir helgi um afkomu sína og var þriðji ársfjórðungurinn sá fyrst til að skila flugfélaginu hagnaði eftir COVID-19 með hagnað upp á 15 milljarða króna en þess má geta að 60 milljarða króna tap varð á rekstri félagsins á öðrum ársfjórðungi í ár.
Þá hefur einnig dregið úr taprekstri hjá hinum tveimur stærstu flugfélögunum í Kína, China
Eastern Airlines og Air China, sem eru helstu keppinautar China Southern Airlines.
Þar sem millilandaflug hefur að mestu legið niðri til og frá Kína hafa kínversk flugfélög notað breiðþotur sínar á vinsælum flugleiðum í innanlandsfluginu og hafa flugfargjöld þar af leiðandi lækkað í kjölfarið í kínversku innanlandsflugi.


5. nóvember 2020
|
Síðasta flugvélin sem fer um Tegel-flugvöllinn í Berlín áður en flugvellinum verður lokað mun hefja sig á loft næstkomandi laugardag.

7. desember 2020
|
Noregur mun fljótlega fá nýtt flugfélag sem verið er að stofna þar í landi en um helgina var tilkynnt formlega um nafnið á nýja flugfélaginu.

20. nóvember 2020
|
Bandaríska flugfélagið jetBlue hefur tryggt sér lendingarleyfi og afgreiðslupláss á tveimur flugvöllum í London og er félagið því skrefi nær því að hefja flug yfir Atlantshafið frá Norður-Ameríku til

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.