flugfréttir

Embraer hraðar þróun á nýrri skrúfuþotu

- Telja að minni farþegaflugvélar verði eftirsóttari eftir heimsfaraldurinn

1. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:52

Tölvugerð mynd sem Embrear birti fyrir helgi af nýrri skrúfuþotu

Embraer hefur ákveðið að hraða þróun og framleiðslu á nýrri skrúfuþotu sem flugvélaframleiðandinn brasilíski telur að mikil eftirspurn verður fyrir þar sem flugfélög munu leita leiða til að draga úr rekstarkostnaði þegar farþegaflug fer að aukast að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Embraer kynnti fyrirhugaða flugvél upphaflega í sumar á rafrænni ráðstefnu sem fram fór í júlí á sama tíma og Farnborough flugsýningin hefði átt að fara fram en núna hefur Embraer birt tölvugerða mynd af flugvélinni.

Rodrigo Silva e Souza, yfirmaður yfir farþegaþotudeild Embraer, sagði nýlega í hlaðvarps-viðtali við Air Finance Journal að Embrear ætli sér að einblína á þann veruleika sem tekur við eftir heimsfaraldurinn og ræddi hann um áætlanir framleiðandans næstu 5 árin sem sér fram á að minni farþegaflugvélar eigi eftir að spila stórt hlutverk.

Silva segir að nýja skrúfuþotan gæti mögulega komið á markað árið 2027

Silva vill meina að flugfélög eigi eftir að fjölga flugleiðum með minni flugvélum sem eru hagkvæmari og umhverfisvænni og sé nóg svigrúm til að anna þeirri eftirspurn og góður grundvöllur til staðar til að koma með nýja flugvél á markaðinn.

Embraer telur að framleiðandinn geti komið með nýja skrúfuþotu á markaðinn innan áratugs og þessvegna árið 2027 en tölvugerða myndin, sem Embraer hefur birt, sýnir lágvængja farþegaflugvél á stærð við Dash 8 og ATR en svipar henni frekar til stærri útgáfu af Beechcraft King Air og væri flugvélin í svipuðu stærðarflokki og Embraer EMB-120 Brasilia sem kom á markaðinn árið 1985.

Silva segir að Embraer sé staðráðið í að framleiða flugvélina og verði verkefnið tekið upp á næsta stig á næsta ári og standi viðræður yfir við nokkur fyrirtæki og birgja sem yrðu samstarfsaðilar en þau fyrirtæki myndu þá taka þátt í áhættunni sem felst í því að hefja smíði á nýrri farþegaflugvél.  fréttir af handahófi

Sækja um nýtt flugrekstrarleyfi fyrir Flybe

3. desember 2020

|

Breska flugfélagið Flybe hefur færst einu skrefi nær því að komast aftur í loftið eftir að sótt var um flugrekstarleyfi nú dögunum en félagið varð gjaldþrota í mars á þessu ári.

Ernir kveður Vestfirði og Norlandair tekur við

16. nóvember 2020

|

Norlandair flaug í morgun sitt fyrsta flug til Bíldudals og tók þar með formlega við keflinu af flugfélaginu Erni sem hefur flogið um árabil frá Reykjavík til Vestfjarða bæði til Bíldudals og Gjögurs.

Engin teljandi aukning á flugfarþegum í heiminum

4. nóvember 2020

|

Farþegaflug í heiminum mælist enn um 70 prósent lægra á milli ára en samkvæmt tölfræði Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) þá var fjöldi flugferða með farþega 72.8% lægri í september sl. samanborið

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00