flugfréttir
Aflýsa öllu flugi um Írland í einn mánuð nema Dublin

Boeing 737-800 þota Ryanair
Írska lágfargjaldafélagið Ryanair hefur ákveðið að aflýsa öllu flug frá öllum flugvöllum
á Írlandi nema Dublin í einn mánuð frá og með
14. nóvember næstkomandi.
Ryanair mun því fella niður allt fyrirhugað flug frá fjórum af fimm flugvöllum á Írlandi sem eru Shannon, Cork, Kerry og Knock.
Ástæðan er vegna hertra ferðatakmarkanna vegna COVID-19 heimsfaraldursins en írska ríkisstjórnin hefur hvatt íbúa landsins til þess að forðast að ferðast að óþörfu
í meira en 5 kílómetra radíus frá heimili sínu.
„Vegna áframhaldandi stjórnleysis af hálfu stjórnvalda sem er að valda enn meira hruni í eftirspurn eftir flugi þá er nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem ná til flestra írskra flugvalla“, segir í yfirlýsingu Ryanair.
Niðurskurður Ryanair í flugi á Írlandi mun koma sér mjög illa fyrir flugvellina í landinu sem sumir hverjir þurfa að segja upp starfsfólki tímabundið og þessvegna loka en á öllum flugvöllunum fjórum, sem Ryanair ætlar að hætta að fljúga um í einn mánuð, er flugfélagið með mestu umsvifin.


13. desember 2020
|
Kalla þurfti til lögreglu á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær eftir að karlmaður náði að komast upp á væng á Boeing 737 þotu og reyndi að klifra upp á vænglinginn („winglet“).

1. febrúar 2021
|
Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol hefur gefið frá sér nýja skýrslu með tölur yfir flugumferð en þar kemur fram að ástandi í fluginu í Evrópu fari versnandi.

29. janúar 2021
|
Kanadíska lágfargjaldarfélagið Flair Airlines hefur lagt inn pöntun í þrettán þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 en félagið, sem var stofnað árið 2005, hefur í dag þrjár þotur í flotanum sem eru af g

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.