flugfréttir

Koma með ábendingar varðandi nýja þjálfun á Boeing 737 MAX

3. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:01

Boeing 737 MAX 7 tilraunarþota Boeing

Nokkur starfsmannafélög meðal atvinnuflugmanna í Bandaríkjunum hafa komið á fram athugasemdum varðandi nýjar þjálfunaraðferðir fyrir Boeing 737 MAX þoturnar sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kynntu á dögunum.

Starfsmannafélag þeirra flugmanna sem starfa hjá Southwest Airlines segja meðal annars í yfirlýsingu sinni að FAA ætti að fækka þeim atriðum sem flugmenn þurfa að leggja á minnið utanbókar er varðar neyðarviðbrögð.

Í yfirlýsingu segir að hætta á mistökum eykst til muna ef það eru mörg atriði sem flugmenn þurfa að leggja á minnið á tékklistanum og hafi það nú þegar sýnt sig meðal þeirra flugmanna sem hafa nýverið gengist undir endurþjálfun á Boeing 737 MAX þotunum í flughermi að margir þeirra hafa átt í erfiðleikum með að muna neyðaröryggisatriðin í réttri röð á tékklistanum

American Airlines leggur einnig til að þjálfun við neyðarviðbrögðum fari fram að minnsta kosti á tveggja ára fresti en ekki á þriggja ára festi eins og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leggja til.

Þetta eru meðal þeirra atriða sem flugmenn og aðrir hafa komið á framfæri en opið var fyrir athugasemdir er kemur að þjálfun flugmanna á Boeing 737 MAX og var dagurinn í gær síðasti dagurinn til að koma með athugasemdir og ábendingar.

FAA mun fara yfir öll atriðin og allar ábendingar og gera breytingar ef þörf krefur á þjálfunarferlinu og kynna endanlega útgáfu af þjálfunarefni fyrir Boeing 737 MAX á næstu vikum áður en von er á því að flughæfnisvottun fyrir þoturnar verður gefin út fyrir lok ársins.  fréttir af handahófi

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Síðasta júmbó-þotan yfirgefur flota Virgin

22. desember 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur formlega kvatt Boeing 747 júmbó-þotuna sem hafa sagt skilið við flugfélagið eftir að hafa verið í flota þess í allri 36 ára sögu félagsins.

Brandenburg-flugvöllurinn tapar yfir 150 milljónum á dag

8. janúar 2021

|

Rekstaraðilar Brandenburg-flugvallarins í Berlín tapa um einni milljón evra á dag á rekstri flugvallarins sem samsvarar því að taprekstur flugvallarins nemur 156 milljónum króna á hverjum degi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00