flugfréttir

Boeing selur lúxussnekkjuna

- Snekkjan sem notuð var til að ræða viðskipti og flugvélapantanir

5. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:29

Boeing hefur selt snekkjuna „Daedalus“ fyrir 1.8 milljarð króna

Boeing hefur selt lúxussnekkju sem var í eigu fyrirtækisins sem notuð var meðal annars til þess að fara í skemmtisiglingar með boðsgesti og þá aðallega viðskiptavini frá flugfélögum sem voru í viðskiptum við Boeing.

Snekkjuna nefndi Boeing „Daedalus“ og er hún innréttuð með fimm herbergjum fyrir 10 gesti auk þess sem aðstaða er fyrir sjö áhafnarmeðlimi og starfsfólk.

Snekkjan var smíðuð árið 1997 og afhent árið 1999 en Boeing notaði snekkjuna til þess að bjóða viðskiptavinum upp á skemmtilega upplifun er þeir komu í heimsókn til Seattle í tengslum við fyrirhugaða pöntun á farþegaþotum.

Að ná samningum um stóra flugvélapöntun við aðila, sem sitja í stjórn hjá flugfélagi sem gera kröfur um gæði og áreiðanlegt samband við flugvélaframleiðanda, getur verið krefjandi og þá þarf að heilla viðskiptavini og þar kom snekkjan inn í spilið. Boeing hafði þá sent sölumenn sína í stutta siglingu með viðskiptavinum til að ná góðum tengslum og ræða viðskipti.

Daedalus var smíðuð árið 1997 og afhent árið 1999

Þá hefur Boeing einnig notað snekkjuna til þess að halda fundi með viðskiptavinum þar sem ítarleg atriði varðandi pöntun eru rædd og hefur snekkjan boðið þá upp á öðruvísi umhverfi og næði til að fara yfir leynilegar samræður eins og verð og stærð á pöntun og aðrar óskir.

Ekki er vitað hver ástæðan er fyrir því að Boeing ákvað að selja snekkjuna en kaupandinn er aðili í Kaliforníu og kemur fram að snekkjan hafi selst fyrir 13 milljónir dali sem samsvarar 1.8 milljörðum króna.  fréttir af handahófi

Hvetja fólk til þess að taka lestar í stað þess að fljúga

23. nóvember 2020

|

Innviðaráðuneyti Hollands hefur kynnt herferð og niðurstöður úr rannsókn sem er ætlað að hvetja almenning til þess að taka lestir frekar en flug er kemur að samgöngum á styttri vegalengdum innan Evróp

Efnahagsbrotadeild rannsakar Bombardier og Garuda

5. nóvember 2020

|

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar nú starfshætti milli kanadíska flugvélaframleiðandans Bombardier og indónesíska flugfélagsins Garuda Indonesia vegna flugvélapöntunnar þar sem grunur

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.