flugfréttir

Afkoma Lufthansa Group versnar - Losa sig við 56 þotur

- 319 milljarða króna tap á þriðja ársfjórðungi

5. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:28

Taprekstur Lufthansa hefur aukist frá því á öðrum ársfjórðungi

Stjórn Lufthansa telur ólíklegt að Airbus A380 þoturnar verða notaðar meira og er séð fram á að dagar risaþotunnar er því taldir hjá flugfélaginu þýska.

Lufthansa Group kynnti í dag afkomu flugfélagsins fyrir þriðja ársfjórðung og kemur þar fram að félagið tapaði 319 milljörðum króna frá júlí til enda septembermánaðar sem er 40 milljörðum króna verri afkoma frá því á öðrum ársfjórðungi ársins en þá nam taprekstur félagsins 279 milljörðum króna.

Útgjöld Lufthansa Group eru þó helmingi minni í dag en í vor þegar fyrirtækið var að eyða 1 milljón evra, eða um 164 milljónum króna á klukkustund í rekstarkostnað en félagið er núna að fara með um 164 milljónir króna á tveggja tíma fresti í rekstrarkostnað.

Stjórn Lufthansa tilkynnti í dag að búið sé að fara yfir flotamál félagsins í ljósi aðstæðna og hefur stjórn félagsins ákveðið að taka úr umferð 56 þotur og verður þeim langt endanlega.

Þær þotur sem verða afskrifaðar hjá Lufthansa eru fimm júmbó-þotur, átta A380 risaþotur, 17 Airbus A340 breiðþotur, ellefu A320 þotur, fimm A319 þotur og aðrar 10 Airbus A319 þotur sem hafa verið teknar á leigu.

Lufthansa hefur í dag átta Airbus A380 þotur í flota sínum og eru þær allar komnar í langtímageymslu vegna kórónaveirufaraldursins en fjórar þeirra eru geymdar á flugvellinum í Teruel á Spáni á meðan hinar fjórar eru á flugvellinum í Frankfurt þar sem Lufthansa hefur starfsstöðvar.

Flugfélagið segir að mjög erfiður vetur sé framundan vegna áframhaldandi áhrifa af heimsfaraldrinum og hefur félagið ákveðið að draga úr sætaframboði sínu fram til ársloka og verður flogið aðeins 25% af þeim fjölda flugferða sem farnar voru á sama tíma í fyrra.  fréttir af handahófi

Yfir 70 prósent færri farþegar um Heathrow árið 2020

11. janúar 2021

|

Yfir 70 prósenta samdráttur varð á fjölda þeirra farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London árið 2020 samanborið við árið 2019.

Montenegro Airlines hættir starfsemi

26. desember 2020

|

Flugfélagið Montenegro Airlines, ríkisflugfélag Svartfjallalands, er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi og var síðasta áætlunarflugið farið á Jóladag sem var áætlunarflug á milli Be

Rannsaka typpamynd á radarnum eftir Boeing 737 þotu

17. nóvember 2020

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi eru nú að rannsaka hegðun tveggja flugmanna sem ákváðu að bregða á það ráð að fljúga af áætlaðri flugleið í miðju áætlunarflugi á milli tveggja borga í Rússlandi þann 11.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00