flugfréttir
Lufthansa flýgur síðasta flugið frá Tegel-flugvellinum

Júmbó-þota Lufthansa á Tegel-flugvellinum í Berlín árið 2017
Síðasta flugvélin sem fer um Tegel-flugvöllinn í Berlín áður en flugvellinum verður lokað mun hefja sig á loft næstkomandi laugardag.
Það er Lufthansa sem fær heiðurinn að því að fljúga síðasta flugið um Tegel en eftir það lýkur 72
ára sögu flugvallarins sem hóf starfsemi sína rétt eftir seinni heimstyrjöldina.
Síðasta flugið verður flogið með Airbus A350-900 breiðþotu og verður um að ræða áætlunarflug
til Munchen en áætluð brottför er klukkan 21:20 á laugardagskvöldinu.
Saga Lufthansa á Tegel-flugvellinum er ekki tiltölulega löng miðað við aldur flugvallarins
en flugfélagið þýska flaug sitt fyrsta flug um flugvöllinn með Airbus A310 breiðþotu sem
lenti á flugvellinum þann
28. október árið 1990.
Eftir að Tegel-flugvöllurinn lokar um helgina mun Berlín hafa þrjá lokaða flugvelli en Schönefeld-flugvellinum
var lokað þann 25. október sl. rétt áður en Brandenburg-flugvöllurinn var tekin í notkun og þá
lokaði hinn sögufrægi Tempelhof-flugvöllur fyrir 12 árum síðan, þann 30. október árið 2008.


14. desember 2020
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugmenn og flugumferðarstjórar mega þiggja bóluefnið frá Pfizer við kórónaveirunni en með vissum skilyrðum þó.

25. október 2020
|
Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

13. nóvember 2020
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá Wizz Air þurfti tvisvar að hætta við flugtak á flugvellinum í Doncaster Sheffield á Englandi eftir að misvísandi upplýsingar um hraða vélarinnar gerðu vart við

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.