flugfréttir

Kona sem faldi sig á First Class olli 3 tíma seinkun á flugi

- Ætlaði að setja uppátækið á Youtube en var dregin frá borði af lögreglu

5. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Þriggja tíma seinkun varð á fluginu frá Dallas/Fort Worth til Miami sl. föstudag

Þriggja tíma seinkun varð á flugi hjá American Airlines sl. föstudag frá Dallas til Miami eftir að kona á almennu farrými ákvað að fela sig um borð í flugvélinni á fyrsta farrými til þess að sitja með vini sínum sem átti sæti á First Class.

Þegar hafði orðið 90 mínútna seinkun á fluginu eftir að flugvallarökutæki frá flugvallareldhúsi rakst utan í dyr á útgangi á Boeing 777-200 þotunni en þegar kom að því að hefja brottför kom í ljós að það vantaði einn farþega sem var ekki í sætinu sínu.

Flugfreyja um borð gaf því gaum að eitt sætið á almenna farrýminu var tómt en eins undarlega og það hljómar þá var flugvélin fullbókið sem sjaldgæft er á tímum heimsfaraldursins og hófst því leit að farþega sem var ekki í lengur í sætinu sínu.

Konan fannst eftir langa leit og kom í ljós að hún hefði ákveðið að lauma sér inn á First Class farrýmið til þess að sitja með vini sínum og ætlaði konan að gera tilraun til þess að sjá hversu lengi hún gæti verið á First Class án þess að einhver tæki eftir því.

Boeing 777-200ER þota frá American Airlines

Konan ætlaði að taka allt uppátækið upp á símann sinn til að setja á Youtube-rásina sína til þess að fá aukna athygli og fjölga fylgjendum og kom hún sér fyrir í fótarými undir afþreyingarskjánum í sætisbásnum þar sem vinur hennar sat.

Áhöfn vélarinnar kallaði nafn konunnar upp í kallkerfinu um borð og tilkynnti henni að flugvélin færi ekki í loftið fyrr en hún myndi fara aftur í sætið sitt. Þegar konan heyrði það ákvað hún að standa upp og snigla sér til baka í sætið óséð en gekk beint í fasið á áhafnarmeðlimum.

Flugstjórinn var kallaður til og gerði hann flugvallaryfirvöldum viðvart og tilkynnti að það hefði komið upp öryggismál um borð og ákvað hann að snúa vélinni aftur að brottfararhliðinu.

Konan brást mjög illa við því að hún fengi ekki að fara með flugvélinni og tók af sér andlitsgrímuna og sagði að þetta væri „vanvirðing“ og sagði að hún hefði eytt nógu miklum pening í farmiðann og að hennar biði barn heima.

Konan faldi sig í fótarýminu undir afþreyingarskjánum

Þegar hún var beðin um að yfirgefa flugvélina neitaði hún því og kom flugstjórinn aftur út úr stjórnklefanum og sagði henni að fara úr flugvélinni en hún segir þá við flugstjórann að hún sé ekki að fara neitt.

Flugstjórinn neyddist þá til þess að kalla til lögreglu sem kom á staðinn og dró konuna frá borði. Við það brást annar farþegi illa við uppátækinu og hreytti hann frá sér óorðum í áhöfnina og fjarlægði lögreglan þann farþega einnig frá borði.

Yfir 100 kílóum léttari gat Boeing 777 þotan loks hafið sig á loft og lenti hún í Miami þremur tímum á eftir áætlun.  fréttir af handahófi

Flugmenn KLM samþykkja launalækkun næstu 5 árin

3. nóvember 2020

|

Flugmenn hjá hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines hafa breytt um skoðun og fallist á að taka á sig launalækkun til ársins 2025.

RNSA birtir lokaskýrslu flugslyss í Múlakoti

16. nóvember 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 9. júní árið 2019 í Fljótshlíð er lítil tveggja hreyfla flugvélar af gerðinni Piper PA-23 Apache b

Kona sem faldi sig á First Class olli 3 tíma seinkun á flugi

5. nóvember 2020

|

Þriggja tíma seinkun varð á flugi hjá American Airlines sl. föstudag frá Dallas til Miami eftir að kona á almennu farrými ákvað að fela sig um borð í flugvélinni á fyrsta farrými til þess að sitja með

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00