flugfréttir

Efnahagsbrotadeild rannsakar Bombardier og Garuda

5. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:47

Rannsóknin varðar viðskiptahætti er Garuda Indonesia pantaði 18 CRJ-1000 þotur frá Bombardier í febrúar árið 2012

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar nú starfshætti milli kanadíska flugvélaframleiðandans Bombardier og indónesíska flugfélagsins Garuda Indonesia vegna flugvélapöntunnar þar sem grunur leikur á að svik og spilling komi við sögu.

Efnahagsbrotadeildin vill ekki tjá sig nánar um málið þar sem rannsóknin stendur yfir þessa daganna en í tilkynningu segir að rannsóknin varði mútur og spillta starfshætti sem tengjast flugvélpöntun frá Garuda Indonesia flugfélaginu.

Garuda Indonesia pantaði átján Canadair CRJ-1000 þotur frá Bombardier á Singapore Airshow flugsýningunni í febrúar árið 2012 þar sem staðfest pöntun var gerð í sex þotur með möguleika á að taka 12 til viðbótar. Flugfélagið fékk þá fyrstu afhenta í október árið 2012 og sú seinasta var afhent í desember árið 2015.

Emirsyah Satar, þáverandi framkvæmdarstjóri Garuda Indonesia, var dæmdur í fangelsi í febrúar árið 2012 og aftur í maí á þessu ári vegna múturs og peningaþvættis í tengslum við greiðslur á pöntun sem gerð var til Airbus og til hreyflaframleiðandans Rolls-Royce og hlaut hann 8 ára fangelsisdóm auk þess sem honum var gert að greiða 194 milljónir króna í sektir.

Bombardier tekur fram í afkomuskýrslu sinni sem birt var í dag að engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur flugvélaframleiðandans í tengslum við rannsókn á máli Garuda Indonesia og hefur flugvélaframleiðandinn þegar hafið innanhússrannsókn á málinu.  fréttir af handahófi

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

American byrjar að fljúga Boeing 737 MAX í þessari viku

30. nóvember 2020

|

American Airlines mun byrja að fljúga Boeing 737 MAX þotunum aftur á ný í fyrsta sinn í þessari viku og verður flugfélagið það fyrsta í heiminum til að fljúga þotunum eftir að þær voru kyrrsettar í

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00