flugfréttir
7.500 farþegar með Icelandair í október

Boeing 757 þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli
7.502 farþegar flugu með Icelandair í októbermánuði sem leið sem er 2,2% af þeim farþegafjölda sem flugu með félaginu í október í fyrra en þá voru farþegar 340.674 talsins.
Þá er um 36 prósenta fækkun að ræða á milli mánaða frá því í september þegar 11.869 farþegar flugu með félaginu.
Eins og fyrri mánuði í haust hafa ferðatakmarkanir, sem settar voru á í águst, haft gríðarleg áhrif á leiðarkerfi
Icelandair vegna heimsfaraldursins en þegar mest eftir að heimsfaraldurinn skall á í vor þá var farþegafjöldinn komin í 73.000
farþega á mánuði í júlí.
Stærsti mánuðurinn hingað til var febrúar þegar 225.000 farþegar flugu með Icelandair en febrúar er oftast sá mánuður þar sem fæstir hafa flogið með félaginu líkt og hjá öðrum flugfélögum.
Þá var 6.751 farþegi sem flaug í innanlandsfluginu með Air Iceland Connect í október sem er 72% færri farþegar samanborið við október í fyrra þegar 24.253 farþegar flugu með félaginu.


4. janúar 2021
|
Enn eitt flugfélagið hefur tilkynnt um endalok júmbó-þotunnar í farþegaflugi en taívanska flugfélagið China Airlines hefur ákveðið að hætta með Boeing 747-400 þoturnar í næsta mánuði.

4. nóvember 2020
|
Farþegaflug í heiminum mælist enn um 70 prósent lægra á milli ára en samkvæmt tölfræði Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) þá var fjöldi flugferða með farþega 72.8% lægri í september sl. samanborið

13. nóvember 2020
|
Suðurkóreska flugfélagið Korean Air íhugar að kaupa og taka yfir rekstur Asiana Airlines sem er aðalsamkeppnisaðili félagsins.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.