flugfréttir

Bókuðu flug til þess að komast á barinn en slepptu fluginu

- Eini barinn á Írlandi sem er opinn er á flugvellinum í Dublin

8. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:28

Írarnir fjórir bókuðu flug fyrir 1.600 krónur með Ryanair einungis til þess að geta fengið sér bjór á barnum The Angry Bartender

Fjórir Írar hafa vakið töluverða athygli um helgina eftir að þeir gengu skrefinu lengra til þess að komast á eina barinn sem er opinn á Írlandi vegna útgöngubannsins.

Á meðan fjöldi tilvika af kórónaveirutilfellum á Bretlandseyjum er í hæstu hæðum, með yfir 20.000 ný smit á dag í Bretlandi í gær en þó töluvert færri á Írlandi, þá tók mánaðarlangt útgöngubann í gildi á Bretlandi í seinustu viku og sex vikna útgöngubann á Írlandi tók í gildi nýlega.

Írar hafa lengi verið þekktir fyrir að vera duglegir að stunda bjórdrykkju og sækja kráarmenninguna en í dag er það ekki hægt í landinu og verður ekki fyrr en 2. desember næstkomandi í fyrsta lagi.

Það þýðir að öllum krám hefur verið lokað á Írlandi en fjórir Írar komu auga á gloppu í kerfinu þar sem barir, veitingastaðir og verslanir á flugvellinum í Dublin eru opnar fyrir þá fáu farþega sem eru á faraldsfæti.

Skjáskot af stöðunni á Facebook

Barirnir á flugvellinum í Dublin, sem eru þeir örfáu sem eru opnir á Írlandi, eru hinsvegar staðsettir á öryggissvæði flugvallarins sem þýðir að þeir sem vilja setjast og fá sér bjór þurfa að eiga bókað flug.

Það stoppaði þó ekki fjóra bjórþyrsta félaga sem bókuðu sér flug frá Dublin með Ryanair en voru þó minnst að spá í fluginu og hefur færsla frá þeim á Facebook farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum þar sem þeir státa sig af því að hafa fundið gloppu til þess að fara á barinn.

Ljósmynd af fjórum bjórum á barborði á barnum The Angry Bartender hefur vakið mikla athygli og segir í meðfylgjandi texta frá félögunum fjórum: „Þegar barirnir eru lokaðir og sá eini sem afgreiðir bjór er á flugvellinum þá er bara að bóka flug fyrir 9 evrur (flug sem þú ert ekkert að spá í að nýta þér) og fá þér bjór með vinunum“.

Talsmaður flugvallarins í Dublin segir að það sé hluti af nauðsynlegri þjónustu á flugvellinum að hafa verslanir, veitingastaði og bari opna en ætlast er til að þeir sem nýti sér þá þjónustu séu á leið í flug.

Talsmaðurinn segir að flugvöllurinn muni hafa auga með hvort það séu einhverjir á flugvellinum í öðrum tilgangi en til þess að fara í flug og gæti slíkt varðað við lög.  fréttir af handahófi

Flugumferðin á pari við það sem var árið 2003

18. janúar 2021

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) segir að flugumferðin í heiminum í dag sé á pari við það sem var fyrir
17 árum síðan og sé fjöldi flugvéla í háloftunum í farþegaflugi því álíka mikill og var árið

Fyrstir til að hefja flug að nýju með 737 MAX í Evrópu

10. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Smartwings verður fyrsta flugfélagið í Evrópu til þess að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þotunum eftir næstu 2 ára hlé.

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00