flugfréttir
Flugfarþegar sjöfalt fleiri á Indlandi miðað við í vor

Yfir 200.000 farþegar flugu innanlands á Indlandi þann 2. nóvember sem er næstum því sjöföld aukning frá því í maí í vor
Innanlandsflugið á Indlandi hefur náð töluverðum bata frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst í vor og hefur fjöldi flugfarþega í dag náð meira en helmingnum af þeim fjölda sem flugu í innanlandsfluginu fyrir faraldurinn.
Þann 2. nóvember sl. voru yfir 200.000 farþegar sem flugu í innanlandsflugi á Indlandi en fyrstu dagana
eftir að flug hófst að nýju í maí eftir að faraldurinn hófst voru aðeins um 30.000 farþegar sem flugu daglega í innanlandsfluginu.
Singh Kharola, flugmálaráðherra Indlands, segir að venjulega voru yfir 350.000 farþegar sem flugu innanlands á Indlandi á dag og segir hann að flugið sé því að koma sterkt til baka þar í landi.
Fjölmennasta flugleiðin á Indlandi er á milli Bombay og Delhí, í 2. sæti er flug á milli Delhí og Bangalore og í 3. sæti
kemur flugið á milli Delhí og Kalkútta.


1. desember 2020
|
Þeir sem þurfa að finna jólagjöf fyrir flugmanninn og þá sem hafa áhuga af flugi ættu ekki að lenda í vandræðum með að finna réttu gjöfina fyrir þessi jól þar sem út er komin bókin „Sem minnir mig á þ

31. október 2020
|
Kínverska flugfélagið China Southern Airlines er í dag orðið stærsta flugfélag í heimi og er félagið það fyrsta af þremur stærstu flugfélögunum í Kína til þess að skila inn hagnaði eftir COVID-19 fa

15. janúar 2021
|
Bandarísk stjórnvöld hafa sett kínverska flugvélarframleiðandann Comac á svartan lista yfir þau kínversku kommúnistafyrirtæki sem standa í hernaðariðnaði.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.