flugfréttir
Allt fé uppurið hjá stærsta lágfargjaldafélagi Mexíkó
- Ráðleggja farþegum að bóka ekki flug með Interjet

Ein af Sukhoi Superjet 100 þotum frá Interjet
Almenningi í Mexíkó hefur verið varað við því að bóka flug með mexíkóska flugfélaginu Interjet þar sem sagt er að flugfélagið eigi gott sem engan pening lengur til þess að standa í flugrekstri.
Flugfélagið þurfti í síðustu viku að fella niður flug í tvo daga í röð þar sem félagið átti ekki fyrir þotueldsneyti
en félagið hefur þurft að greiða allt eldsneyti fyrir fram á mexíkóskum flugvöllum þar sem félagið skuldar reikning
fyrir þotueldsneyti upp á 7.7 milljarða króna.
Nú hefur starfsfólk flugfélagsins hótað því að fella niður störf sín þar sem það hefur ekki fengið greidd laun frá því í
september en flugfélagið hefur nú lofað að greiða starfsfólki laun í þessari viku fyrir að minnsta kosti tveggja vikna
tímabil þrátt fyrir að Alejandro del Valle, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að flugfélagið eigi engan pening lengur.
„Eins og staðan er í dag þá er rekstur Interjet orðin tvísýnn, fjárhagslegt öryggi orðið tæpt og getur félagið ekki ábyrgst
að koma farþegum á leiðarenda og er ekki víst að það geti staðið við skuldbingingar sínar lengur“, segir í yfirlýsingu
frá neytendasamtökunum í Mexíkó.
„Flugfélag með yfir 5.000 starfsmenn getur ekki staðið í flugrekstri með aðeins fjórar flugvélar“, sagði Alejandro sem
tekur fram að félagið sé að leita að nýjum fjárfestum til þess að geta fengið aukið fé og þar með komið 16
flugvélum aftur í loftið svo hægt sé að auka sætaframboðið og laðað að fleiri farþega.


2. janúar 2021
|
Óvenjulegt atvik átti sér stað á gamlársdag í Kólumbíu er farþegaþota flaug á lítinn loftbelg sem var fullur af áramótaskrauti sem til stóð að sleppa yfir höfuðborginni á miðnætti þegar árið 2021 gek

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk