flugfréttir

CAE: Áframhaldandi skortur á flugmönnum eftir Covid-19

- Þörf á 27.000 nýjum flugmönnum á næsta ári og 264.000 næstu 9 árin

10. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:22

Flugmenn í stjórnklefa á Boeing 757 þotu að undirbúa brottför

Þrátt fyrir að mjög dökkt ástand sé yfir flugiðnaðinum í dag og litla sem enga von er að fá starf sem flugmaður eins og staðan er í augnablikinu þá telur kanadíska flugþjálfunarfyrirtækið CAE að eftirspurn eftir nýjum flugmönnum sé aðeins í stuttum dvala.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan að félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) sendi frá sér viðvörun þar sem fólki var ráðlagt að leggja ekki flugið fyrir sig og varað var við því að hefja flugnám þar sem enga vinnu væri að fá fyrir nýja flugmenn á næstunni þar sem 10.000 atvinnuflugmenn er í dag atvinnulausir í Evrópu.

CAE segir hinsvegar að þörf verði fyrir 27.000 flugmenn til viðbótar fyrir lok ársins 2021 og þörf verði fyrir 264.000 flugmenn í heiminum næsta áratuginn.

CAE, sem er leiðandi fyrirtæki í þjálfun flugmanna, útgáfu þjálfunar- og kennsluefnis fyrir atvinnuflug, gaf í gær út nýja spá fyrir eftirspurn eftir flugmönnum og greiningu á atvinnuhorfum í fluginu sem nær til ársins 2029.

Um 80.000 flugmenn hafa misst vinnuna

Fram kemur að í dag hafi um 87.000 flugmenn misst vinnuna vegna heimsfaraldursins og séu því um 300.000 flugmenn starfandi í greininni en voru um 380.000 áður en COVID-19 heimsfaraldurinn skall á. CAE sér fram á að fjöldi flugmanna í virku starfi muni hækka aftur í 374.000 fyrir lok næsta árs.

CAE telur að þörf sé fyrir 264.000 nýja flugmenn í heiminum fyrir árið 2029

„Þótt að það verði færri starfandi flugmenn í heiminum fyrir lok næsta árs samanborið við árið 2019 þá þarf iðnaðurinn samt sem áður á 27.000 nýjum flugmönnum á að halda þar sem margir hafa náð starfslokaaldri eða hætt störfum“, segir í yfirlýsingu frá CAE.

„Þrátt fyrir að fjöldi flugmanna í starfi hefur dregist saman í smátíma vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 hefur haft þá beytir það því ekki að flugiðnaðurinn þarf á meira en 260.000 nýjum flugmönnum á að halda“.

Forsendur eftirspurnar eftir flugmönnum hafa ekki breyst vegna Covid-19

Í yfirlýsingu frá CAE segir að aðalforsendurnar fyrir eftirspurn eftir flugmönnum fyrir tíma COVID-19 hafa enn ekki breyst og séu þær sömu og áður. Þær forsendur eru starfslokaaldur flugmanna sem er sá sami og janfmargir flugmenn munu þurfa að láta af störfum á næstu árum auk þess sem flugfélög þurfa að endurnýja flugflota og bæta við fleiri flugvélum vegna fjölgun farþega. Þessir þættir eru þeir stærstu sem kalla á eftirspurn eftir fleiri flugmönnum.

CAE telur að flugiðnaðurinn í heiminum þurfi á 484.000 flugmönnum á að halda árið 2029 en 88% af þeim fjölda, eða 426.000 flugmenn, tilheyrir flugfélögunum á meðan 58.000 flugmenn munu starfa við að fljúga öðrum flugvélum á borð við einkaþotum.

Af þessum fjölda þarf að endurnýja 167.000 flugmenn til að skipta út þeim flugmönnum sem eru komnir á starfslokaaldur eða hafa hætt að fljúga vegna annarra ástæðna á meðan restin eru þeir flugmenn sem þarf til þess að mæta auknum umsvifum flugfélaganna.

„Þúsundir flugmanna hafa verið látnir hætta störfum sl. mánuði sem eru ekki lengur að starfa við flugið. Margir þeirra hafa hafið störf í öðrum greinum eða á nýjum vettvangi og eru því margir sem eiga ekki eftir að snúa aftur í flugið“, segir í tilkynningu frá CAE.  fréttir af handahófi

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Flaug sitt eigið flug samtímis í flughermi um borð í flugi

3. desember 2020

|

Flughermasamfélagið stækkar ört og daglega fjölgar þeim einstaklingum í heiminum sem fljúga flugvélum án þess að fara út úr húsi.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00