flugfréttir
Pöntunum í 737 MAX fækkaði um 12 þotur í október
- Afbókanir í 1.043 Boeing 737 MAX þotur það sem af er árinu

Boeing 737 MAX þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Renton
Boeing missti pantanir í tólf Boeing 737 MAX þotur í október frá viðskiptavinum sem hættu við pantanir sínar en á sama tíma þá bárust engar nýjar pantanir í þotuna og heldur engar pantanir í aðrar flugvélategundir.
Meðal þeirra viðskiptavina sem hættu við Boeing 737 MAX í október er kínverska flugvélaleigufyrirtækið CDB Aviation. Þá hætti tékkneska flugfélagið Smartwings við eina MAX þotu, Oman Air hætti við þrjár þotur og þá er óþekktur viðskiptavinur sem hætti við fjórar 737 MAX þotur.
Til viðbótar þá fjarlægði flugvélaframleiðandinn 25 Boeing 737 MAX þotur af pöntunarlista sínum í október þar sem fyrirtækið telur ekki að neitt verði af kaupunum þrátt fyrir að samningar um þær þotur standi enn.
Það sem af er þessu ári hafa viðskiptavinir hætt við 1.043 eintök af Boeing 737 MAX en þegar mest var þá hafði Boeing fengið pantanir í 5.005 Boeing 737 MAX þotur en í dag stendur heildarfjöldi pantanna í 3.869 þotum.
Boeing segir að þessar afbókanir eigi eftir að minnka þann þrýsting sem
var á afhendingum sem þýðir að viðskiptavinir geti búist við að fá þotur
afhentar fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir.
Boeing afhenti í október þrettán þotur. Eina af gerðinni P-8 Poseidon, eina
Boeing 747-8F fraktþotu til United Parcel Service (UPS), tvær Boeing 767F fraktþotur
til UPS, eina KC-46 eldsneytisflugvél, þrjár Boeing 777F fraktþotur til China
Cargo, eina Boeing 777-300ER til Novus Aviation, eina Boeing 787-8
til American Airlines, eina Boeing 787-9 til AeroCap og tvær
Boeing 787-10 þotur til Saudi Arabian Airlines og Etihad Airways.


19. október 2020
|
Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

20. október 2020
|
Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

10. nóvember 2020
|
Þrátt fyrir að mjög dökkt ástand sé yfir flugiðnaðinum í dag og litla sem enga von er að fá starf sem flugmaður eins og staðan er í augnablikinu þá telur kanadíska flugþjálfunarfyrirtækið CAE að efti

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.