flugfréttir
Segja breska ríkinu að kenna hversu fáir fari um Heathrow
- Charles de Gaulle í París er í dag stærsti flugvöllur Evrópu

Farþegum um Heathrow-flugvöll hefur fækkað um 85% sl. þrjá mánuði
Stjórn Heathrow-flugvallarins í London segir að það sé breskum stjórnvöldum að kenna hversu mikið hefur dregið úr fjölda farþega sem fljúga til London.
Heathrow-flugvöllurinn hefur í marga áratugi verið stærsti flugvöllur Evrópu og einn sá annasamasti
er kemur að fjölda flugtaka og lendinga en í haust missti flugvöllurinn þann titil.
Stjórn flugvallarins skellir skuldinni á bresku ríkisstjórnina og segir að aðgerðarleysi stjórnvalda
sé búið að valda því að farþegar um Heathrow hafa aldrei verið færri og nú hefur
Charles de Gaulle flugvöllurinn í París hirt titilinn „stærsti flugvöllur Evrópu“.
Heathrow-flugvöllur gagnrýnir stjórnvöld fyrir seinagang og segir að það taki of langan tíma
að innleiða og gefa leyfi fyrir skimunarstöðvum svo hægt sé að skima fyrir kórónaveirunni meðal
farþega fyrir brottför til að leysa af hólmi 14 daga sóttkví sem annars bíður farþega við komuna til
Bretlands.
Þá sér Heathrow-flugvöllur fram á að ekki eins margir farþegar eiga eftir að fara um flugvöllinn á næsta ári eins og vonast var til og er gert ráð fyrir að 37 milljónir farþega eigi eftir að fara um
Heathrow árið 2021 en hingað til hafa um 80 milljónir farþega farið um flugvöllinn árlega.
„Ég vona að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að ef við sitjum aðgerðarlaus þá mun Bretlands
missa allar þær mikilvægu tengingar við heiminn sem flugvöllurinn hefur verið þekktur fyrir“, segir
John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins.
Holland-Kaye segir að með sama áframhaldi þá mun Schiphol-flugvöllurinn í Amsterdam og flugvöllurinn
í Frankfurt í Þýskalandi ná Heathrow fljótlega.
Farþegum um Heathrow hefur fækkað um 85% á sl. þremur mánuðum og hefur flugvöllurinn alls tapað um 273 milljörðum króna á heimsfaraldrinum á fyrstu níu mánuðum ársins.


20. nóvember 2020
|
Bandaríska flugfélagið jetBlue hefur tryggt sér lendingarleyfi og afgreiðslupláss á tveimur flugvöllum í London og er félagið því skrefi nær því að hefja flug yfir Atlantshafið frá Norður-Ameríku til

20. október 2020
|
Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

22. október 2020
|
Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.