flugfréttir

Antonov An-124 nauðlenti í Rússlandi eftir bilun í hreyfli

- Brak úr hreyflinum endaði á akri og fór í gegnum þak á vöruskemmu

novosibirsk

13. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:37

Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma í Novosibirsk í Rússlandi

Fraktflugvél af gerðinni Antonov An-124 fór úr af braut í nauðlendingu á flugvellinum í borginni Novosibirsk í Rússlandi í morgun en skömmu áður hafði komið upp bilun í einum af fjórum hreyflum þotunnar.

Flugvélin var á leiðinni frá Seoul í Suður-Kóreu til Vínar í Austurríki með millilendingu í Novosibirsk þar sem flugvélin lent í gær. Áætlað var að halda förinni áfram í morgun og var flugvélin nýfarin í loftið frá Novosibirsk kl. 5:09 að íslenskum tíma í morgun þegar upp kom bilun í hreyfli nr. 2 með þeim afleiðingum að brak þeyttist úr hreyflinum og féll til jarðar..

Um er að ræða tegund að hreyflabilun sem kallast „uncontained engine failure“ sem þýðir að brak skýst úr hreyflinum við bilun en hreyflar eru hannaðir til þess að brak fari ekki út úr hreyflinum til varnar því að það fari í skrokk flugvélarinnar.

Þotan staðnæmdist utan brautar eftir nauðlendinguna með samanfallið nefhjól

Áhöfnin hætti við frekara klifur og snéri við aftur til flugvallarins í Novosibirsk en við lendingu rann vélin út af brautinni með þeim afleiðingum að nefhjólabúnaður vélarinnar féll saman.

Við nánari skoðun á hreyflinum komu í ljós fjaðrir af fugli og blóð auk þess sem brak úr hreyflinum olli skemmdum á skrokk vélarinnar.

Brak úr hreyflinum hafnaði á þaki á vöruskemmu nálægt flugvellinum og þá losnaði hreyflahlíf sem lenti á akri í nágrenninu. Fjórtán voru um borð í flugvélinni og sakaði engann.

Brak úr hreyflinum fór í gegnum þak á vöruskemmu auk þess sem hreyflahlífin endaði á akri nálægt flugvellinum  fréttir af handahófi

Norwegian sækir um að segja upp leigu á 36 þotum

31. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur sótt um leyfi til dómstóla á Írlandi um að fá að slíta leigusamningum á 36 þotum sem allar eru í eigu írskra flugvélaleigufyrirtækja.

Aerolease hættir við pöntun í 10 SpaceJet-þotur

8. janúar 2021

|

Flugvélaleigufyrirtækið Aerolease hefur hætt við pöntun í tíu SpaceJet-þotur frá Mitsubishi Aircraft sem félagið hafði pantað á sínum tíma en þoturnar hétu áður Mitsubishi Regional Jet (MRJ).

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00