flugfréttir
Korean Air vill kaupa Asiana

Flugfélögin tvö, Korean Air og Asiana Airlines, eru stærstu flugfélögin í Suður-Kóreu
Suðurkóreska flugfélagið Korean Air íhugar að kaupa og taka yfir rekstur Asiana Airlines sem er aðalsamkeppnisaðili félagsins.
Hanjin Group, móðurfélag Korean Air, vill kaupa stóran hlut í rekstri Asiana Airlines og á fyrirtækið í viðræðum við bankann Korea Development Bank (KDB) varðandi fyrirhuguð kaup auk þess sem sótt hefur verið um leyfi fyrir kaupunum til stjórnvalda í Suður-Kóreu.
Rekstur Asiana Airlines hefur gengið það erfiðlega sl. ár að skuldir félagsins er komnar yfir 1.100 milljarða króna og hefur því verið lýst yfir að án neinna aðgerða muni sennilega lítið annað en gjaldþrot bíða félagsins.
Hanjin Group myndi að öllum
líkindum kaupa 30% hlut í Asiana Airlines og fá fé lánað frá KDB bankanum svo að kaupin geti orðið að veruleika en KDB bankinn hefur að undanförnu sett mikið
fé inn í rekstur Asiana Airlines.
Ef af kaupunum verður myndu flugfélögin tvö sameinast í eitt stórt flugfélag sem kæmist á lista yfir 10 stærstu flugfélög heims.
Flugfloti Korean Air telur 172 flugvélar á meðan Asiana Airlines hefur 81 flugvél og myndu flugfélögin tvö því hafa til samans 253 flugvélar í flotanum.


17. desember 2020
|
Flugfélagið Air Baltic hefur tekið úr umferð síðustu Boeing 737 þotuna og hefur þotan verið afhent til viðhalds- og eignarstýringarfyrirtækisins Magnetic MRO.

4. nóvember 2020
|
Emirates hefur boðið hluta af flugmönnum félagsins að taka sér launalaust leyfi í eitt ár með þeim möguleika að þeir verða kallaðir aftur til starfa mun fyrr ef ástandið í flugiðnaðinum skánar.

28. október 2020
|
Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.