flugfréttir

Fjölga áfangastöðum úr 100 upp í 125 fyrir næsta vor

- Qatar Airways bætir 9 áfangastöðum við fram að jólum

13. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:58

Qatar Airways stefnir á að fljúga til 125 áfangastaða fyrir vorið en í dag flýgur félagið til rétt yfir 100 áfangastaða

Qatar Airways er farið að huga að auknum umsvifum hægt og rólega þrátt fyrir heimsfaraldurinn og hefur félagið tilkynnt að sjö áfangastöðum hafi verið bætt við leiðarkerfið í nóvember og í desemeber.

Qatar Airways byrjaði í seinustu viku að fljúga aftur til Tbilisi og dag var aftur farið að fljúga til Algeirsborgar í Alsír og þá mun flug hefjast að nýju til Miami á morgun og til Varsjár á mánudag og eftir helgi verður aftur byrjað að fljúga til Kænugarðs.

Í desember munu svo bætast aftur við í leiðarkerfið Phuket í Tælandi og þá hefst einnig flug aftur til Seychelles-eyja.

Þá hefur Qatar Airways tilkynnt um tvo nýja áfangastaði sem eru Luanda í Angóla og San Francisco í Bandaríkjunum en flug til þeirra hefst einnig í desember.

„Það er okkur mikil ánægja að endurbyggja upp leiðarkerfið, halda áfram flugi til áfangastaða okkur og um leið bæta við nýjum áfangastöðum“, segir Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways.

Qatar Airways flýgur í dag um 700 áætlunarflug á viku til rétt fyrir 100 áfangastaða en félagið ætlar að fljúga til 125 áfangastaða fyrir lok vetursins.  fréttir af handahófi

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

Fjórar breiðþotur hjá Finnair á leið í geymslu í Frakklandi

1. desember 2020

|

Finnair mun á næstunni ferja fjórar breiðþotur frá Finnlandi til suðurhluta Frakklands til að geyma þoturnar í hlýrra loftslagi en óvíst er hvenær þær koma aftur til síns heima vegna kórónaveirufaral

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.