flugfréttir

Rangar hraðaupplýsingar vegna lirfa í stemmuröri

- Airbus A321 þota frá Wizz Air þurfti tvisvar að hætta við flugtak

13. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:32

Verið var að ferja þotuna frá Sheffield til London Stansted þann 16. júní í sumar þegar tvisvar þurfti að hætta við flugtakið

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá Wizz Air þurfti tvisvar að hætta við flugtak á flugvellinum í Doncaster Sheffield á Englandi eftir að misvísandi upplýsingar um hraða vélarinnar gerðu vart við sig í flugtaki.

Atvikið átti sér þann 16. júní sl. og var um að ræða þotu sem verið var að ferjufljúga til London Stansted eftir að hafa verið í geymslu vegna kórónaveirufaraldursins.

Þotan, sem ber skráninguna G-WUKJ, hafði verið flogið í geymslu þann 25. mars til Sheffield þar sem hún var geymd í 12 vikur þar til að ferðatakmörkunum var aflétt eftir fyrri bylgju faraldursins og stóð til að þotan myndi hefja farþegaflug daginn eftir frá London Stansted.

Bresk flugmálayfirvöld birtu í vikunni skýrslu varðandi atvikið þar sem fram kemur að flugvélinni hafi verið haldið við í geymslu með þeim hætti að hún gæti flogið með skömmum fyrirvara en slíkt fyrirkomulag nefndist „flight-ready“ geymsluástand.

Fram kemur að allt viðhald vélarinnar hafi verið samkvæmt reglugerðum og skömmu áður en ferja átti þotuna til London Standsted fór flugvirki yfir kerfi vélarinnar og uppfærði fluggagnakerfi hennar viku fyrir brottför og tveimur dögum síðar fór annar hópur flugvirkja yfir vélina og gerðu hana klára.

Tveir flugmenn voru um borð í þotunni en er hún var byrjuð að hefja flugtaksbrun tók flugstjórinn eftir því að hraðarönd á skjá sem nefnist Primary Flight Display (PFD) sýndi upplýsingar um að vélin væri komin á mun meiri hraða en eðlilegt þótti líkt og hún var komin í loftið þrátt fyrir að vélin var nýbyrjuð í flugtaksbruninu.

Airbus-þotur í geymslu í sumar á flugvelli í Bretlandi

Flugstjórin athugaði upplýsingarnar á sama skjá hjá flugmanninum hægra megin og ákvað því næst að hætta við flugtakið á 120 hnúta hraða, rétt fyrir V1 hraða.

Flugvirkjar skoðuðu þotuna og framkvæmdu nokkrar prófanir áður en þeir gáfu grænt ljós á að flugmennirnir gætu haldið áfram för sinni og gert aðra tilraun til flugtaks.

Fimm tímum síðar stóð til að gera aðra tilraun til brottfarar en aftur þurfti að hætta við flugtakið þar sem upplýsingar um flughraða voru óáreiðanlegar. Þotan var færð til ítarlegri skoðunnar og ákváðu flugvirkjar meðal annars að skola og hreinsa áfallsþrýstingsrörin („pitot tube“) sem eru lítil rör sem skynja þrýsting á loftflæði og senda þær upplýsingar sem birtast á skjá hjá flugmönnunum sem flughraði.

Við þá hreinsun komu í ljós þrjár litlar lirfur inni í rörunum sem voru síðan fjarlægðar en í skýrslunni kom fram að ekki var ákveðið að senda lirfurnar til náttúrufræðings til að athuga hvaða tegund af skorrdýri var um að ræða.

Í skýrslunni segir að hlífar hefðu verið settar utan um rörin eins og vanalega er gert þegar flugvél er geymd eða hefur viðdvöl yfir nóttu á flugvelli en tekið er fram að hlífarnar séu ekki þéttingsfast utan um rörir sem gert er til að ekki komið upp þrýstingsmisræmi sem getu sett af stað villu í búnaðinum.  fréttir af handahófi

Íhuga alsherjarbann við öllu flugi til og frá Þýskalandi

26. janúar 2021

|

Ríkisstjórn Þýskalands er sögð vera að íhuga að setja alsherjarbann á allar flugsamgöngur til og frá Þýskalandi til þess að sporna við útbreiðslu af nýju afbrigði af kórónaveirunni en fjöldi smita fe

Stökk um borð til að stöðva af RV-6 sem tókst á loft

10. desember 2020

|

Lítil flugvél af gerðinni Van’s RV-6 tókst óvænt á loft fyrir slysni er flugvélin var að gangast undir viðhaldsskoðun í Texas í vikunni en einstaklingur, sem náði að hoppa upp í flugvélina til þess að

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00