flugfréttir
Fyrsta „kóvid-fría“ flugið hjá Lufthansa
- Aðeins neikvæðir farþegar um borð í flugi milli Munchen og Hamborgar

Farþegar mæta fyrst í skimun fyrir COVID-19 við komuna á flugvöllinn í Munchen og fá að fara um borð ef niðurstöðurnar eru neikvæðar
Lufthansa flaug í gær sitt fyrsta „kóvidfría“ áætlunarflug þar sem aðeins þeir farþegar, sem greinast neikvæðir við skimun fyrir kórónaveirunni, fá að fara um borð.
Um var að ræða flug LH2058 frá Munchen til Hamborgar og markar flugið upphafið af skyndiskimun fyrir veirunni á flugvellinum í Munchen og mun slík skimun fara fram fyrir tvær
daglegar flugferðir á vegum Lufthansa frá Munchen til Hamborgar.
Allir þeir farþegar sem áttu bókað flug til Hamborgar gengust undir skimun á flugvellinum í Munchen
og fengu að fara um borð eftir að þeir fengu niðurstöður skömmu síðar í tölvupósti.
Ef niðurstöðurnar reynast vera neikvæðar þá virkjast brottfararspjaldið hjá viðkomandi farþega
og fær hann þá að ganga um borð. Fram kemur að þeir farþegar sem vilja ekki gangast undir skimun
geta látið bóka sig með öðru flugi án neins aukakostnaðar.
Farþegar geta skráð sig til þess að fara í skimun og er þeim bent á að mæta þá tímanlega á flugvöllinn í Munchen og þurfa þeir ekki að greiða fyrir skimunina þar sem Lufthansa borgar brúsann.
Engir farþegar sem áttu bókað með fyrra fluginu og seinna fluginu í gær greindust jákvæðir fyrir COVID-19.


10. janúar 2021
|
Flest bendir til þess að töluverð aukning sé að verða í flugnám vestanhafs þrátt fyrir ástandið í flugiðnaðinum og hafa flestir flugskólar í Bandaríkjunum tilkynnt um að þeir séu að sjá fleiri ums

27. október 2020
|
Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

15. desember 2020
|
Flugfélög eru vöruð við því að fara sérstaklega varlega þegar kemur að því að koma flugvélum aftur í loftið sem hafa verið í geymslu vegna heimsfaraldursins og eru mestar áhyggjurnar er varðar hæfni

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.