flugfréttir

Neytti áfengis og fíkniefna nóttina fyrir flug til Kanarí

- Flugmaður hjá Norwegian dæmdur í 75 daga fangelsi

15. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:32

Boeing 737 þota frá Norwegian á flugvellinum í Tromsø í Noregi

Norskur flugmaður hefur verið dæmdur í 75 daga óskilorðsbundið fangelsi eftir hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna nóttina áður en hann átti að fljúga farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 til Kanaríeyja.

Fram komur að flugmaðurinn, sem flaug fyrir Norwegian, hafði neytt mjög mikils magns af áfengi og kókaíni áður en hann mætti út á flugvöllinn í Tromsø fyrir sex klukkustunda flug til Las Palmas þann 22. febrúar á þessu ári.

Flugmaðurinn, sem er á fertugsaldri, var stöðvaður af yfirvöldum á flugvellinum í Tromsø þar sem hann var látinn gangast undir vímuefnapróf og féll hann á blástursprófi og var því næst færður á annan stað til þess að gefa þvagprufu og blóðprufu og mældist vínandi í blóði hans 0.5 prómil.

Við réttarhöld sagði flugmaðurinn að hann hefði ekki grunað að hann væri ennþá undir áhrifum en dómurinn telur að hann hefði átt að gera sér grein fyrir því að hann væri enn með vímuefni í líkamanum og hefði því átt að sleppa því að mæta til vinnu. Flugmaðurinn játaði brot sitt umsvifalaust og samþykkti dómsúrskurðinn.

Þá segir að hann hafði sýnt vítagert gáleysi að ætla sér að fljúga þotu með yfir 180 farþegum um borð í þessu ástandi í ljósi þeirra ströngu laga og reglugerða er snúa að neyslu vímuefna meðal áhafna í fluginu.

Farið var fram á að flugmaðurinn yrði sviptur réttindum sínum til atvinnuflugs en dómari taldi það ekki vera í höndum dómstóla að ákveða slíkt.

Samkvæmt norskum reglugerðum í atvinnuflugi, líkt og í sambærilegum lögum í öðrum löndum, þá má ekki fljúga eða stýra loftfari eftir að hafa neytt vímuefna eða áfengis og er miðað við 0.2 prómil en flest flugfélag hafa sínar eigin reglugerðir sem oftast eru strangari og engin þolinmæði til staðar fyrir slíkri framkomu.  fréttir af handahófi

Antonov stefnir á að smíða tólf An-178 þotur á ári

2. október 2020

|

Úkraínski flugvélaframleiðandinn Antonov undirbýr sig nú fyrir framleiðslu á ný á hinni tveggja hreyfla Antonov An-178 þotu eftir fimm ára hlé en framleiðandinn vill helst ná að smíða 12 þotur á ári

Fordæma Boeing og FAA vegna 737 MAX vélanna

16. september 2020

|

Samgöngunefnd á vegum bandaríska þingsins birti í dag viðamikla skýrslu varðandi Boeing 737 MAX þoturnar þar sem flugvélaframleiðandinn Boeing og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) eru sögð bera ábyr

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00