flugfréttir

Neytti áfengis og fíkniefna nóttina fyrir flug til Kanarí

- Flugmaður hjá Norwegian dæmdur í 75 daga fangelsi

15. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:32

Boeing 737 þota frá Norwegian á flugvellinum í Tromsø í Noregi

Norskur flugmaður hefur verið dæmdur í 75 daga óskilorðsbundið fangelsi eftir hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna nóttina áður en hann átti að fljúga farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 til Kanaríeyja.

Fram komur að flugmaðurinn, sem flaug fyrir Norwegian, hafði neytt mjög mikils magns af áfengi og kókaíni áður en hann mætti út á flugvöllinn í Tromsø fyrir sex klukkustunda flug til Las Palmas þann 22. febrúar á þessu ári.

Flugmaðurinn, sem er á fertugsaldri, var stöðvaður af yfirvöldum á flugvellinum í Tromsø þar sem hann var látinn gangast undir vímuefnapróf og féll hann á blástursprófi og var því næst færður á annan stað til þess að gefa þvagprufu og blóðprufu og mældist vínandi í blóði hans 0.5 prómil.

Við réttarhöld sagði flugmaðurinn að hann hefði ekki grunað að hann væri ennþá undir áhrifum en dómurinn telur að hann hefði átt að gera sér grein fyrir því að hann væri enn með vímuefni í líkamanum og hefði því átt að sleppa því að mæta til vinnu. Flugmaðurinn játaði brot sitt umsvifalaust og samþykkti dómsúrskurðinn.

Þá segir að hann hafði sýnt vítagert gáleysi að ætla sér að fljúga þotu með yfir 180 farþegum um borð í þessu ástandi í ljósi þeirra ströngu laga og reglugerða er snúa að neyslu vímuefna meðal áhafna í fluginu.

Farið var fram á að flugmaðurinn yrði sviptur réttindum sínum til atvinnuflugs en dómari taldi það ekki vera í höndum dómstóla að ákveða slíkt.

Samkvæmt norskum reglugerðum í atvinnuflugi, líkt og í sambærilegum lögum í öðrum löndum, þá má ekki fljúga eða stýra loftfari eftir að hafa neytt vímuefna eða áfengis og er miðað við 0.2 prómil en flest flugfélag hafa sínar eigin reglugerðir sem oftast eru strangari og engin þolinmæði til staðar fyrir slíkri framkomu.  fréttir af handahófi

Erlend flugfélög fylla í skarð Montenegro Airlines

30. desember 2020

|

Erlend flugfélög eru þegar farin að undirbúa sig til þess að fylla í það skarð sem flugfélagið Montenegro Airlines hefur skilið eftir sig í Svartfjallalandi.

Terminal 5 flugstöðinni á Brandenburg verður lokað

2. desember 2020

|

Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

Terminal 5 flugstöðinni á Brandenburg verður lokað

2. desember 2020

|

Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00