flugfréttir

Korean Air kaupir Asiana

- Eftir sameiningu verður félagið eitt af 10 stærstu flugfélögum heims

16. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Með sameiningunni verður til eitt stærsta flugfélag Asíu

Tvö stærstu flugfélögin í Suður-Kóreu munu sameinast í eitt stærsta flugfélag Asíu en staðfest var í morgun að Korean Air muni kaupa Asiana Airlines fyrir 218 milljarða króna.

Í yfirlýsingu frá Korean Air segir að aðalástæða þess að flugfélagið ákvað að taka yfir rekstur Asiana Airlines á þessum tímum er til þess að koma á stöðuleika á kóreskan flugiðnað sem hefur orðið verulega fyrir barðinu á heimsfaraldrinum.

„Um leið og búið verður að ganga frá kaupunum á Asiana Airlines þá er séð fram á að hið sameinaða flugfélag verði komið á lista yfir 10 stærstu flugfélög heims“, segir í yfirlýsingu.

Kaupin ná einnig yfir dótturflugfélög Asiana Airlines sem eru flugfélögin Air Seoul og Air Busan.

Upphaflega stóð til að fyrirtækið HDC Hyundai Developer, dótturfélag risafyrirtækisins Hyundai Group, myndi kaupa Asiana Airlines en hætt var við þau kaup í september eftir að í ljós kom að heimsfaraldurinn var að dragast á langinn.

Rekstur Asiana Airlines hefur gengið mjög erfiðlega undanfarin ár og tapaði félagið 33 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og eru heildarskuldir félagsins í dag um 1.356 milljarðar króna.  fréttir af handahófi

Nýtt vandamál með Boeing 787

28. september 2020

|

Enn eitt vandamálið hefur bæst á listann er varðar Dreamliner-þoturnar en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér viðvörun og tilmæli vegna vandamál sem snertir sjálfstýringu vélanna.

AirAsia Japan hættir starfsemi

5. október 2020

|

Lágfargjaldafélagið AirAsia Japan tilkynnti í dag að félagið hafi ákveðið að hætta starfsemi sinni vegna langvarandi áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á rekstur þess.

Facebook-grúppa tekur á leigu A380 risaþotu

1. nóvember 2020

|

Facebook-grúppa, sem samanstendur af flugþyrstum japönskum einstaklingum sem eru virkilega farnir að sakna þess að fljúga, hafa tekið á leigu Aibus A380 risaþotu í þeim tilgangi að komast í flug eftir

  Nýjustu flugfréttirnar

Kína fyrirskipar skoðun á hjólastelli á 737 Classic þotum

29. nóvember 2020

|

Flugmálayfirvöld í Kína hafa gefið frá sér tilmæli til þeirra kínverskra flugrekenda sem hafa Boeing 737 Classic þotur í flota sínum þar sem þeim er ráðlagt að framkvæma skoðun á hjólabúnaði eftir að

Þingmenn vilja stöðva útrás Wizz Air í Noregi

27. nóvember 2020

|

Nokkrir stjórnmálamenn á norska þinginu eru ekki sáttir við innréið ungverska lágfargjaldafélagsins á innanlandsmarkaðinn í Noregi en nokkrir þingmenn ætla að leita til samkeppnisyfirvalda til þess a

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00