flugfréttir

Ernir kveður Vestfirði og Norlandair tekur við

- Fljúga fyrstu flugferðirnar í dag til Bíldudals og Gjögurs með King Air B200

16. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:02

TF-NLB, King Air flugvél Norlandair á Flightradar24.com í hádeginu í dag á leiðinni til Reykjavíkur eftir fyrsta flugið til Bíldudals

Norlandair flaug í morgun sitt fyrsta flug til Bíldudals og tók þar með formlega við keflinu af flugfélaginu Erni sem hefur flogið um árabil frá Reykjavík til Vestfjarða bæði til Bíldudals og Gjögurs.

Fyrsta áætlunflug Norlandair frá Reykjavík til Bíldudals fór í loftið kl. 9:33 í morgun og notar félagið flugvél af gerðinni Beechcraft Super King Air B200 en flugfélagið Ernir hefur flogið til Gjögurs með Jetstream 32 flugvélum og til Bíldudals bæði með Jetstream og Dornier-vél.

Þá mun Norlandair fljúga sitt fyrsta flug til Gjögurs eftir hádegi en það flug er áætlað klukkan 13:00.

Niðurstaða útboðsins hjá Ríkiskaupum á innanlandsfluginu til Bíldudals og Gjögurs fyrir Vegagerðina hefur verið mikið hitamál að undanförnu og töluverðar ósættir hafa verið með að Flugfélagið Ernir hafi ekki fengið að sinna þessum áfangastöðum áfram.

Norlandair með flesta áfangastaði í innanlandsflugi

Áfangastöðum hjá Ernir hefur frá og með deginum í dag fækkað úr fimm niður í tvo og flýgur félagið því í dag einungis til Húsavíkur og til Hafnar í Hornafirði en á sama tíma fjölgar áfangastöðum Norlandair úr fjórum upp í sex áfangastaði og þar af einn í millilandaflugi.

King Air B200 skrúfuþota Norlandair á flugvellinum í Grímsey

Vestfirðingar eru sagðir afar ósáttir með að missa heimaflugfélagið sem hefur sinnt Vestfjörðum í hálfa öld eða allt frá stofnun Ernis á Ísafirði árið 1970 en félagið flaug nánast til hvers einasta þorps í öðrum hvorum firði á Vestfjarðarkjálkanum á þeim árum sem samgöngur með fólksbíl voru ýmist ekki í boði eða mjög erfiðar.

Reglubundnu áætlunarflugi hjá Erni til Vestmannaeyja leið undir lok í haust og mun Air Iceland Connect taka við fluginu til Eyja en það flug mun þó ekki hefjast fyrr en í apríl næsta vor og er því ekkert flugfélag í dag sem flýgur til Vestmannaeyja.

Tvisvar hefur niðurstaða útboðsins á fluginu til Gjögurs og Bíldudals verið kærð til kærunefndar útboðsmála en eftir fyrri kæruna afturkallaði Vegagerðin niðurstöður sína en Norlandair varð aftur fyrir valinu og var sú niðurstaða einnig kærð og segir í fréttum vefmiðilsins Bæjarins Besta að málið hafi verið sent til samgöngunefndar Alþingis.

Flugfélagið Ernir flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug til Bíldudals

Vegagerðin gaf frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kemur að Norlandair uppfylli öll þau skilyrði sem sett voru í útboðsgögnum þar sem félagið hefur yfir að ráða flugvél með jafnþrýstibúnaði sem tekur 9 manns yfir vetrartímann en í gögnum kemur fram að yfir sumartímann þurfi flugvél sem tekur 15 manns.

Þá segir að á vefsíðu Vegagerðarinnar að samkvæmt upplýsingum frá Norlandair ehf. þá hyggst flugfélagið í framhaldinu aðlaga flugáætlun sína að þörfum íbúa og fyrirtækja fyrir vestan og taka tillit til birtuskilyrða á flugvellinum á Bíldudal.

Í dag hefur áfangastöðum Norlandair hinsvegar fjölgað úr fjórum upp í sex áfangastaði en félagið, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Akureyrarflugvelli, flýgur einnig til Þórshafnar á Langanesi, til Vopnafjarðar, til Grímseyjar og þá flýgur félagið reglubundið áætlunarflug til Constable Point (Nerlerit Inaat) á Grænlandi.

á Fésbókarsíðu hjá Flugfélaginu Ernir þakkar félagið viðskiptavinum sínum fyrir samstarfið sl. 13 ár í fluginu til Bíldudals og Gjögurs og kveður Ernir þar með þessa flugvelli tvo með trega og söknuði.

Við hjá Flugfélaginu Erni viljum þakka öllum samstarfsfélögum og viðskiptavinum fyrir samstarfið síðustu þrettán...

Posted by Flugfélagið Ernir / Eagle Air on Sunnudagur, 15. nóvember 2020  fréttir af handahófi

Ekki stendur til að aflýsa MAKS 2021 flugsýningunni

14. desember 2020

|

Ekki stendur til að aflýsa rússnesku flugsýningunni MAKS sem fram fer á næsta ári þrátt fyrir að búið sé að aflýsa bæði Paris Air Show flugsýninginni og Farnborough flugsýningunni í Bretlandi.

Sá ekki stöðu á hjólabúnaði þar sem iPad-spjaldtölvan var fyrir

15. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað þann 13. febrúar árið 2019 er flugvél af gerðinni Cessna C172RG magalenti á Cobb County flugvell

Fyrsta Airbus A220 þotan afhent til JetBlue

2. janúar 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue Airlines byrjaði nýja árið með stæl er félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus A220 þotu sem framleidd var í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00