flugfréttir

Ernir kveður Vestfirði og Norlandair tekur við

- Fljúga fyrstu flugferðirnar í dag til Bíldudals og Gjögurs með King Air B200

16. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:02

TF-NLB, King Air flugvél Norlandair á Flightradar24.com í hádeginu í dag á leiðinni til Reykjavíkur eftir fyrsta flugið til Bíldudals

Norlandair flaug í morgun sitt fyrsta flug til Bíldudals og tók þar með formlega við keflinu af flugfélaginu Erni sem hefur flogið um árabil frá Reykjavík til Vestfjarða bæði til Bíldudals og Gjögurs.

Fyrsta áætlunflug Norlandair frá Reykjavík til Bíldudals fór í loftið kl. 9:33 í morgun og notar félagið flugvél af gerðinni Beechcraft Super King Air B200 en flugfélagið Ernir hefur flogið til Gjögurs með Jetstream 32 flugvélum og til Bíldudals bæði með Jetstream og Dornier-vél.

Þá mun Norlandair fljúga sitt fyrsta flug til Gjögurs eftir hádegi en það flug er áætlað klukkan 13:00.

Niðurstaða útboðsins hjá Ríkiskaupum á innanlandsfluginu til Bíldudals og Gjögurs fyrir Vegagerðina hefur verið mikið hitamál að undanförnu og töluverðar ósættir hafa verið með að Flugfélagið Ernir hafi ekki fengið að sinna þessum áfangastöðum áfram.

Norlandair með flesta áfangastaði í innanlandsflugi

Áfangastöðum hjá Ernir hefur frá og með deginum í dag fækkað úr fimm niður í tvo og flýgur félagið því í dag einungis til Húsavíkur og til Hafnar í Hornafirði en á sama tíma fjölgar áfangastöðum Norlandair úr fjórum upp í sex áfangastaði og þar af einn í millilandaflugi.

King Air B200 skrúfuþota Norlandair á flugvellinum í Grímsey

Vestfirðingar eru sagðir afar ósáttir með að missa heimaflugfélagið sem hefur sinnt Vestfjörðum í hálfa öld eða allt frá stofnun Ernis á Ísafirði árið 1970 en félagið flaug nánast til hvers einasta þorps í öðrum hvorum firði á Vestfjarðarkjálkanum á þeim árum sem samgöngur með fólksbíl voru ýmist ekki í boði eða mjög erfiðar.

Reglubundnu áætlunarflugi hjá Erni til Vestmannaeyja leið undir lok í haust og mun Air Iceland Connect taka við fluginu til Eyja en það flug mun þó ekki hefjast fyrr en í apríl næsta vor og er því ekkert flugfélag í dag sem flýgur til Vestmannaeyja.

Tvisvar hefur niðurstaða útboðsins á fluginu til Gjögurs og Bíldudals verið kærð til kærunefndar útboðsmála en eftir fyrri kæruna afturkallaði Vegagerðin niðurstöður sína en Norlandair varð aftur fyrir valinu og var sú niðurstaða einnig kærð og segir í fréttum vefmiðilsins Bæjarins Besta að málið hafi verið sent til samgöngunefndar Alþingis.

Flugfélagið Ernir flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug til Bíldudals

Vegagerðin gaf frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kemur að Norlandair uppfylli öll þau skilyrði sem sett voru í útboðsgögnum þar sem félagið hefur yfir að ráða flugvél með jafnþrýstibúnaði sem tekur 9 manns yfir vetrartímann en í gögnum kemur fram að yfir sumartímann þurfi flugvél sem tekur 15 manns.

Þá segir að á vefsíðu Vegagerðarinnar að samkvæmt upplýsingum frá Norlandair ehf. þá hyggst flugfélagið í framhaldinu aðlaga flugáætlun sína að þörfum íbúa og fyrirtækja fyrir vestan og taka tillit til birtuskilyrða á flugvellinum á Bíldudal.

Í dag hefur áfangastöðum Norlandair hinsvegar fjölgað úr fjórum upp í sex áfangastaði en félagið, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Akureyrarflugvelli, flýgur einnig til Þórshafnar á Langanesi, til Vopnafjarðar, til Grímseyjar og þá flýgur félagið reglubundið áætlunarflug til Constable Point (Nerlerit Inaat) á Grænlandi.

á Fésbókarsíðu hjá Flugfélaginu Ernir þakkar félagið viðskiptavinum sínum fyrir samstarfið sl. 13 ár í fluginu til Bíldudals og Gjögurs og kveður Ernir þar með þessa flugvelli tvo með trega og söknuði.

Við hjá Flugfélaginu Erni viljum þakka öllum samstarfsfélögum og viðskiptavinum fyrir samstarfið síðustu þrettán...

Posted by Flugfélagið Ernir / Eagle Air on Sunnudagur, 15. nóvember 2020







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga