flugfréttir

Talið að flugið á Indlandi nái fullum bata um áramót

17. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:53

Í dag eru um 225.000 farþegar sem fljúga daglega með innanlandsflugi á Indlandi en voru aðeins 30.000 á dag í vor

Flugmálaráðherra Indlands telur að flugiðnaðurinn á Indlandi eigi eftir að ná fullum bata eftir kórónaveirufaraldurinn fyrir lok ársins eða í janúar.

Hardeep Singh Puri, flugmálaráðherra, segir að í kringum 31. desember, eða tveimur vikum eftir gamlársdag, þá muni indversk flugfélag fljúga jafnmargar flugferðir í innanlandsflugi líkt og þau gerðu áður en heimsfaraldurinn skall á.

Þetta sagði ráðherrann er hann hélt fyrirlestur á Netinu fyrir viðskiptaháskóla einn á Indlandi en í dag eru umsvif flugfélaga á Indlandi um 70% af þeim umsvifum sem voru í gangi árið 2019.

Eftir að útgöngubann tók gildi á Indlandi þann 25. maí voru aðeins 30.000 farþegar sem flugu með indverskum flugfélögum á dag, í ágúst var daglegur farþegafjöldi komin yfir 90 þúsund farþega og fyrir tveimur dögum síðar var farþegafjöldinn komin í 225.000 farþega á dag.

Umsvif í fluginu á Indlandi hafa aldri verið eins mikil og eru um 100 nýir flugvellir í smíðum í landinu og segir Singh Puri að tækifærin í iðnaði sem tengjast fluginu séu gríðarlega mikil.

Fjölmennasta flugleiðin á Indlandi er á milli Bombay og Delhí, í 2. sæti er flug á milli Delhí og Bangalore og í 3. sæti kemur flugið á milli Delhí og Kalkútta.  fréttir af handahófi

Enn eitt flugfélagið hættir með Boeing 747

4. janúar 2021

|

Enn eitt flugfélagið hefur tilkynnt um endalok júmbó-þotunnar í farþegaflugi en taívanska flugfélagið China Airlines hefur ákveðið að hætta með Boeing 747-400 þoturnar í næsta mánuði.

Emirates tapar 468 milljörðum

12. nóvember 2020

|

Emirates tapaði 468 milljörðum króna á fyrri árshelmingi þessa árs en flugfélagið tilkynnti í dag afkomu sína eftir fyrstu sex mánuði ársins.

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00