flugfréttir

Rannsaka typpamynd á radarnum eftir Boeing 737 þotu

- Áætlunarflugi seinkaði um 20 mínútur vegna gjörningsins

17. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:48

Boeing 737-800 þota frá rússneska flugfélaginu Pobeda

Flugmálayfirvöld í Rússlandi eru nú að rannsaka hegðun tveggja flugmanna sem ákváðu að bregða á það ráð að fljúga af áætlaðri flugleið í miðju áætlunarflugi á milli tveggja borga í Rússlandi þann 11. nóvember sl. til þess að „teikna“ typpi á ratsjánna sem kom fram á vefsíðunum Flightradar24.com og RadarBox.

Flugmennirnir voru að fljúga farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá Vnukovo-flugvellinum í Moskvu til borgarinnar Yekaterinburg þegar þeir fengu hugmyndina en listaverkið var skilið eftir yfir borginni Neftekamsk.

Um var að ræða áætlunarflug frá rússneska lágfargjaldafélaginu Pobeda sem er dótturfélag Aeroflot og segir yfirmaður flugmálayfirvalda í Rússlandi að verið sé að skoða hvort að leyfi hafi verið veitt fyrir þeim útidúr sem flugvélin fór og hvort að einhver ógn hafi stafað af þeim beygjum sem flugvélin tók í þeim tilgangi að gera teikningu á himininn.

Flugvélin átti að lenda í Yekaterinburg klukkan 17:30 en lenti þess í stað klukkan 17:50 og seinkaði fluginu því um 20 mínútur.

Segja má að flugmenn hafi verið duglegir við að sýna listræna hæfileika sína undanfarin ár þegar kemur að því að teikna á radarinn og hafa sumar farþegaþotur gert slíkt í vissum tilefnum og þá hefur flugvélaframleiðandinn Boeing einnig gert það oftar en einu sinni með því að teikna merki framleiðandans yfir öll Bandaríkin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem typpi er teiknað á radarinn en í slíkum tilvikum hefur þá verið um einkaflugmenn á lítilli flugvél að ræða heldur en þotu í áætlunarflugi með farþega um borð.  fréttir af handahófi

30 ólögleg flug til Gvatemala það sem af er árinu

9. nóvember 2020

|

Lögreglan í Gvatemala kom í dag auga á flak af einkaþotu sem hafði brotlent í skóglendi nálægt landamærunum við Mexíkó.

CAE: Áframhaldandi skortur á flugmönnum eftir Covid-19

10. nóvember 2020

|

Þrátt fyrir að mjög dökkt ástand sé yfir flugiðnaðinum í dag og litla sem enga von er að fá starf sem flugmaður eins og staðan er í augnablikinu þá telur kanadíska flugþjálfunarfyrirtækið CAE að efti

Afkoma Lufthansa Group versnar - Losa sig við 56 þotur

5. nóvember 2020

|

Stjórn Lufthansa telur ólíklegt að Airbus A380 þoturnar verða notaðar meira og er séð fram á að dagar risaþotunnar er því taldir hjá flugfélaginu þýska.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00