flugfréttir

Rannsaka typpamynd á radarnum eftir Boeing 737 þotu

- Áætlunarflugi seinkaði um 20 mínútur vegna gjörningsins

17. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:48

Boeing 737-800 þota frá rússneska flugfélaginu Pobeda

Flugmálayfirvöld í Rússlandi eru nú að rannsaka hegðun tveggja flugmanna sem ákváðu að bregða á það ráð að fljúga af áætlaðri flugleið í miðju áætlunarflugi á milli tveggja borga í Rússlandi þann 11. nóvember sl. til þess að „teikna“ typpi á ratsjánna sem kom fram á vefsíðunum Flightradar24.com og RadarBox.

Flugmennirnir voru að fljúga farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá Vnukovo-flugvellinum í Moskvu til borgarinnar Yekaterinburg þegar þeir fengu hugmyndina en listaverkið var skilið eftir yfir borginni Neftekamsk.

Um var að ræða áætlunarflug frá rússneska lágfargjaldafélaginu Pobeda sem er dótturfélag Aeroflot og segir yfirmaður flugmálayfirvalda í Rússlandi að verið sé að skoða hvort að leyfi hafi verið veitt fyrir þeim útidúr sem flugvélin fór og hvort að einhver ógn hafi stafað af þeim beygjum sem flugvélin tók í þeim tilgangi að gera teikningu á himininn.

Flugvélin átti að lenda í Yekaterinburg klukkan 17:30 en lenti þess í stað klukkan 17:50 og seinkaði fluginu því um 20 mínútur.

Segja má að flugmenn hafi verið duglegir við að sýna listræna hæfileika sína undanfarin ár þegar kemur að því að teikna á radarinn og hafa sumar farþegaþotur gert slíkt í vissum tilefnum og þá hefur flugvélaframleiðandinn Boeing einnig gert það oftar en einu sinni með því að teikna merki framleiðandans yfir öll Bandaríkin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem typpi er teiknað á radarinn en í slíkum tilvikum hefur þá verið um einkaflugmenn á lítilli flugvél að ræða heldur en þotu í áætlunarflugi með farþega um borð.  fréttir af handahófi

Saudi Arabian undirbýr pantanir í 70 þotur frá Boeing og Airbus

1. mars 2021

|

Sagt er að sádí-arabíska ríkisflugfélagið Saudi Arabian Airlines ætli sér að leggja inn stórar pantanir bæði til Boeing og Airbus í allt að 70 þotur.

EASA gefur út leiðbeiningar fyrir flugvelli varðandi drónaatvik

8. mars 2021

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér leiðbeiningar fyrir flugvelli varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til ef upp koma atvik þar sem drónum er flogið nálægt flugvöllum svo að hætta s

Saudi Arabian undirbýr pantanir í 70 þotur frá Boeing og Airbus

1. mars 2021

|

Sagt er að sádí-arabíska ríkisflugfélagið Saudi Arabian Airlines ætli sér að leggja inn stórar pantanir bæði til Boeing og Airbus í allt að 70 þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00