flugfréttir

Emirates staðráðið í að nota A380 risaþoturnar áfram

18. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:37

Airbus A380 risaþotur í flota Emirates

Tim Clark, forstjóri Emirates, segist fullviss um að flugfélagið muni halda áfram að nota risaþotuna Airbus A380 eftir að heimsfaraldurinn er á enda og telur hann að eftirspurn eftir flugi eigi eftir að réttlæta notkun risaþotunnar áfram.

Clark segir í nýlegu viðtali að risaþotan sé ennþá gríðarlega vinsæl meðal farþega og telur hann að Emirates eigi eftir að vegna vel með A380 þar sem mörg önnur samkeppnisflugfélög ætla að hætta að nota risaþoturnar sínar eða hafa flýtt fyrir því að taka þær úr umferð.

Emirates kyrrsetti allar sínar 115 risaþotur í mars en hefur í dag hafið aftur áætlunarflug með Airbus A380 á nokkrum völdum flugleiðum að nýju.

Flugfélagið er staðráðið í að hafa risaþoturnar áfram og mun Emirates taka á móti tveimur nýjum A380 risaþotum fyrir lok ársins.

„A380 var sennilega það besta sem gat komið fyrir Emirates. Þotan er í mjög miklum metum hjá okkur og það er eftirsjá að vita til þess að framleiðsla hennar hefur liðið undir lok“, segir Clark.

Emirates er þó ekki eina flugfélagið sem hefur engar áætlanir um að hætta að nota risaþotuna því British Airways segir að ekki séu nein áform um að leggja þeim endanlega og segir flugfélagið breska að Airbus A380 sé enn hluti af flugflotanum þótt að félagið sé ekki að fljúga neinum risaþotum í dag.  fréttir af handahófi

Sagt að Boeing 737 MAX 10 frestist um 2 ár

6. nóvember 2020

|

Sagt er að Boeing sé búið að ákveðið að fresta framleiðslu á Boeing 737 MAX 10 þotunni sem er lengsta útgáfan af 737 MAX vélunum.

Wizz Air mun hefja innanlandsflug í Noregi

15. október 2020

|

Wizz Air mun frá og með
5. nóvember næstkomandi hefja innanlandsflug í Noregi með áætlunarflugi frá Osló til Bergen, Þrándheims og til Tromsö.

CAE: Áframhaldandi skortur á flugmönnum eftir Covid-19

10. nóvember 2020

|

Þrátt fyrir að mjög dökkt ástand sé yfir flugiðnaðinum í dag og litla sem enga von er að fá starf sem flugmaður eins og staðan er í augnablikinu þá telur kanadíska flugþjálfunarfyrirtækið CAE að efti

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00