flugfréttir

IATA: Ferðatakmarkanir gætu hamlað dreifingu bóluefna

- 45 prósent af flugfrakt fer með farþegaflugi sem liggur í dvala í dag

18. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Tvö bandarísk fyrirtæki hafa tilkynnt að þau séu að verða tilbúin með bóluefni við COVID-19 sem þykja bera mjög góðan árangur

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað við því að þær ferðatakmarkanir sem eru í gangi núna í mörgum löndum gætu hamlað því að hægt verði að dreifa með auðveldum hætt þeim bóluefnum við COVID-19 sem tilkynnt hefur verið að lofi góðum árangri og verði tilbúin til dreifingar á næstunni.

IATA hvetur ríkisstjórnir til þess að finna aðrar leiðir og innleiða aðrar aðferðir í stað sóttkvía svo hægt sé að auðvelda flugfélögum að fljúga með bóluefni til þeirra ríkja sem til stendur að dreifa þeim til þegar að því kemur.

„Að dreifa fleiri milljörðum skömmtum af bóluefni sem þarf að vera geymt við mikið frost og rétt hitastig verður mjög krefjandi verkefni. Því þarf að vera búið að koma upp t.d. skimunarstöðvum á flugvöllum svo hægt sé að opna landamæri án þess að krafa sé um sóttkví og þarf það ferli að vera komið í gagnið áður en bóluefnið er tilbúið til dreifingar“, segir Alexandre de Juniac, formaður IATA.

Alexandre segir að erfitt verði að dreifa bóluefninu til allra landa með núverandi fyrirkomulagi þar sem 45% af allri flugfrakt er um borð í farþegaflugvélum og stór hluti farþegaflugs er ennþá í dvala vegna ferðatakmarkanna.

Þann 16. nóvember sl. tilkynnti bandaríska fyrirtækið Moderna um nýtt bóluefni sem hefur 94.5% virkni samkvæmt prófunum og kom sú tilkynning aðeins viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um bóluefni sem hefur 90 prósenta virkni.  fréttir af handahófi

Stöðva framleiðslu á Dash 8-400 fyrir mitt árið 2021

18. febrúar 2021

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn De Havilland hefur staðfest að til standi að stöðva framleiðsluna á Dash 8-400 flugvélunum og gera hlé á smíði þeirra á fyrri helmingi ársins.

FAA gefur út tegundarvottun fyrir Piper Pilot 100 flugvélina

20. desember 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út tegundarvottun fyrir nýju Piper Pilot 100 flugvélina.

Boeing 737 MAX fær að fljúga á ný í Evrópu

27. janúar 2021

|

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA), hafa gefið aftur út flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX þoturnar sem þýðir að vélarnar geta farið að fljúga aftur um evrópska lofthelgi á næstunni og hefur 22 mánað

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00