flugfréttir

Boeing 737 MAX komið með flughæfnisvottun á ný frá FAA

- 737 MAX þoturnar geta hafið flug á ný í Bandaríkjunum

18. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Boeing 737 MAX 7 tilraunarþota Boeing

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa aflétt flugbanni Boeing 737 MAX þotunnar með endurútgáfu á flughæfnisvottun vélarinnar eftir 20 mánaða kyrrsetningu.

Fréttir af þessu voru að berast núna í hádeginu og geta þau flugfélög í Bandaríkjunum, sem hafa Boeing 737 MAX, í flota sínum farið að huga að því að hefja áætlunarflug með MAX þotunum að nýju um leið og þau hafa lokið við viðeigandi skoðun sem þarf að fara fram á þeim flugvélum sem hafa verið í geymslu.

Þá er skilyrði að hver Boeing 737 MAX þota gangist undir sjö skrefa undirbúningsskoðun (Pre-Operational Readiness Flight Audit) sem felst í því að setja upp þær uppfærslur sem Boeing hefur unnið að í samstarfi við flugmálayfirvöld sem snýr af MCAS-kerfinu og áfallshornsskynjurum og þarf því að vera lokið áður en flugfélög geta hafið farþegaflug með Boeing 737 MAX.

Fáir áttu von á því að kyrrsetning Boeing 737 MAX myndi standa svona lengi yfir en vélarnar voru fyrst kyrrsettar af bandarískum flugmálayfirvöldum þann 13. mars árið 2019 og hafa vélarnar því ekki flogið í 1 ár, 8 mánuði og sex daga.

Boeing hefur í dag afhent 387 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX og þá eru um 450 þotur sem búið er að smíða sem bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina en einhver hluti af þeim þotum hafa flugfélög hætt við og bíða þær eftir nýjum eigendum.

Þetta græna ljós sem búið er að gefa á þó aðeins við þær Boeing 737 MAX þotur sem skráðar eru í Bandaríkjunum og eru á svokallaðri N-skráningu og nær það einnig yfir aðrar 737 MAX þotu sem fljúga inn í bandaríska lofthelgi en flugmálayfirvöld í öðrum löndum þurfa svo í framhaldinu að taka sína eigin ákvarðanir sem talið er að eigi eftir að fylgja í kjölfarið.

Talið er að flugmálayfirvöld í Kanada eigi eftir að gefa næsta græna ljós fyrir Boeing 737 MAX þar sem kanadísk flugmálayfirvöld tóku sjálf þátt í sameiginlegum flugprófunum og þá er von á því að EASA í Evrópu muni taka ákvörðun á næstunni auk flugmálayfirvalda í Brasilíu.  fréttir af handahófi

Áætla 75 flugferðir á dag í stað 200 flugferða

10. september 2020

|

Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði og fækka flugferðum í október og breyta því með fyrirhuguðum áætlunum sínum sem félagið hafði gert fyrr í sumar varðandi leiðarkerfið í haust.

Talið að flugið á Indlandi nái fullum bata um áramót

17. nóvember 2020

|

Flugmálaráðherra Indlands telur að flugiðnaðurinn á Indlandi eigi eftir að ná fullum bata eftir kórónaveirufaraldurinn fyrir lok ársins eða í janúar.

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

  Nýjustu flugfréttirnar

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

Delta í viðræðum við Boeing vegna 737 MAX

23. nóvember 2020

|

Delta Air Lines á nú í viðræðum við Boeing um mögulega pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en Ed Bastian, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að Delta sé að spá meðal annars í þeim óseldum 737 MAX þotum

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00