flugfréttir

Boeing 737 MAX komið með flughæfnisvottun á ný frá FAA

- 737 MAX þoturnar geta hafið flug á ný í Bandaríkjunum

18. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Boeing 737 MAX 7 tilraunarþota Boeing

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa aflétt flugbanni Boeing 737 MAX þotunnar með endurútgáfu á flughæfnisvottun vélarinnar eftir 20 mánaða kyrrsetningu.

Fréttir af þessu voru að berast núna í hádeginu og geta þau flugfélög í Bandaríkjunum, sem hafa Boeing 737 MAX, í flota sínum farið að huga að því að hefja áætlunarflug með MAX þotunum að nýju um leið og þau hafa lokið við viðeigandi skoðun sem þarf að fara fram á þeim flugvélum sem hafa verið í geymslu.

Þá er skilyrði að hver Boeing 737 MAX þota gangist undir sjö skrefa undirbúningsskoðun (Pre-Operational Readiness Flight Audit) sem felst í því að setja upp þær uppfærslur sem Boeing hefur unnið að í samstarfi við flugmálayfirvöld sem snýr af MCAS-kerfinu og áfallshornsskynjurum og þarf því að vera lokið áður en flugfélög geta hafið farþegaflug með Boeing 737 MAX.

Fáir áttu von á því að kyrrsetning Boeing 737 MAX myndi standa svona lengi yfir en vélarnar voru fyrst kyrrsettar af bandarískum flugmálayfirvöldum þann 13. mars árið 2019 og hafa vélarnar því ekki flogið í 1 ár, 8 mánuði og sex daga.

Boeing hefur í dag afhent 387 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX og þá eru um 450 þotur sem búið er að smíða sem bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina en einhver hluti af þeim þotum hafa flugfélög hætt við og bíða þær eftir nýjum eigendum.

Þetta græna ljós sem búið er að gefa á þó aðeins við þær Boeing 737 MAX þotur sem skráðar eru í Bandaríkjunum og eru á svokallaðri N-skráningu og nær það einnig yfir aðrar 737 MAX þotu sem fljúga inn í bandaríska lofthelgi en flugmálayfirvöld í öðrum löndum þurfa svo í framhaldinu að taka sína eigin ákvarðanir sem talið er að eigi eftir að fylgja í kjölfarið.

Talið er að flugmálayfirvöld í Kanada eigi eftir að gefa næsta græna ljós fyrir Boeing 737 MAX þar sem kanadísk flugmálayfirvöld tóku sjálf þátt í sameiginlegum flugprófunum og þá er von á því að EASA í Evrópu muni taka ákvörðun á næstunni auk flugmálayfirvalda í Brasilíu.  fréttir af handahófi

Flugfreyja hjá Norwegian dæmd í fangelsi vegna ölvunar

12. apríl 2021

|

Flugfreyja hjá norska flugfélaginu Norwegian hefur verið dæmt til 36 daga fangelisvistar eftir að hún féll á áfengisprófi á flugvellinum í Þrándheimi skömmu fyrir brottför.

Airbus A318 þota BA flýgur sitt síðasta flug

19. febrúar 2021

|

British Airways hefur flogið Airbus A318 þotu félagsins sitt síðasta flug til Twente-flugvallarins í Hollandi en flugfélagið breska hætti að nota vélarnar í fyrra.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00