flugfréttir

Kynna hraðstefnumót í útsýnisflugi út í buskann

- Nýjasta útspil EVA Air á tímum heimsfaraldursins

19. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:32

EVA Air hefur skipulagt þrjú hraðstefnumótaflug um jólin og áramótin

Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sum flugfélög leitað ýmissa leiða til þess að auka tekjur sínar á meðan farþegaflug er í lágmarki. Sum flugfélög hafa boðið upp á útsýnisflug fyrir þá sem hafa saknað þess að fljúga á meðan önnur hafa boðið fólki upp á að snæða flugvélamat um borð í flugvél á jörðu niðri.

Taívanska flugfélagið EVA Air hefur komið upp með nýja hugmynd sem er hraðstefnumót í háloftunum um borð í útsýnisflugi þar sem 20 karlmönnum og 20 konum verður boðið að kaupa farmiða fyrir þriggja tíma flug í kringum Taívan eða eyjuna Formósu.

EVA Air hefur hafið samstarf við ferðafyrirtækið Mobius og er stefnt á þrjú stefnumótaflug, eitt á Jóladag, eitt á gamlársdag og það þriðja á Nýársdag og brottför verður frá Taoyuan-flugvellinum í Taipei, höfuðborg landsins.

Konurnar tuttugu og mennirnir tuttugu munu ekki fá að velja sér sæti heldur verður þeim úthlutað sætum af handahófi en fá að breyta um sæti síðar þegar líður á flugið og eiga hraðstefnumót við fleiri einstaklinga af gagnstæðu kyni.

Farþegarnir fá ekki að velja sæti og verður þeim úthlutað sætum af handahófi

„Vegna Covid-19 þá hefur EVA Air skipulagt öðruvísi ferðareynslu til að uppfylla flugþrá meðal þess fólks sem saknar þess að fljúga. Þegar einhleypir karlar og einhleypar konur eru á faraldsfæti þá er oft sem þau eru til í að kynnast einhverjum í ferðinni og upplifa atriði sem maður þekkir úr kvikmyndunum“, segir Chiang Tsung-Wei, talsmaður fyrirtækisins You and Me sem annast hraðstefnumót fyrir fyrirtækið Mobius.

Uppselt var í fyrsta stefnumótaflugið á innan við viku hjá EVA Air en flugmiðinn kostar um 40.000 krónur á mann.  fréttir af handahófi

Terminal 5 flugstöðinni á Brandenburg verður lokað

2. desember 2020

|

Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

Ný bók komin út með sögum úr fluginu

1. desember 2020

|

Þeir sem þurfa að finna jólagjöf fyrir flugmanninn og þá sem hafa áhuga af flugi ættu ekki að lenda í vandræðum með að finna réttu gjöfina fyrir þessi jól þar sem út er komin bókin „Sem minnir mig á þ

Boeing 737 MAX þoturnar fá að fljúga aftur í Kanada

18. janúar 2021

|

Kanadísk flugmálayfirvöld hafa gefið út vottun fyrir Boeing 737 MAX sem þýðir að allar MAX þotur í Kanada geta hafið sig til flugs að nýju frá og með næstkomandi miðvikudegi auk þess sem 737 MAX vé

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00